­

About Brynjar Bragason

This author has not yet filled in any details.
So far Brynjar Bragason has created 6 blog entries.

Starfsbyrjun haust 2019

Nú styttist óðum í starfið okkar en það byrjar 2. september 😊Skráning hefst 23. ágúst inná https://skatar.felog.is/ en við munum auglýsa fundartíma fljótlega. Drekaskátar (8-9 ára) og Fálkaskátar (10-12 ára) verða með aðeins öðruvisi sniði en venjulega en við ætlum að hafa blandaðar sveitir s.s stelpur og strákar saman í sveit. Það verður skemmtilegt að prófa en mörg skátafelög hafa prófað þetta og gengið mjög vel 😊 Hlökkum til að sjá ykkur í september 😁

Sumar Gilwell

Fjórir Kópar hafa byrjað á Gilwell vegferðinni sinni með því að klára Sumar Gilwell síðustu helgi. Einnig fékk einn Kópur þriðju perluna á Gilwell festina sína.

Skyndihjálparnámskeið

Bandalag Íslenskra Skáta stóð fyrir öflugt 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeiði síðustu helgi og auðvitað mættu margir foringjar úr Kópum á það námskeið. Hérna má sjá mynd af hópnum sem kláraði námskeiðið.

Félagasútilega 2019

Félagsútilega Kópa 1. – 3. febrúar 2019 Kæru foreldrar/forráðamenn Núna styttist óðum í félagsútilegu. Útilegan fer fram á Úlfljótsvatni og ætlum við að skemmta okkur saman í góðra vina hópi. Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld í skátaheimilið okkar að Digranesvegi 79. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er kl. 15:00 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Reyni bakara á Dalveginum. Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu krakkarnir taka þátt í póstaleik og næturleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er. Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Úlfljótsvatni. Þátttökugjald kemur síðar og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is í vikunni og þarf að nota íslykil/rafrænu auðkenni. Boðið er upp á að skipta greiðslum í tvennt. Forsenda fyrir skráningu í útileguna er að vera búin/n að skrá sig í félagið. Skráning í félagið fer einnig fram á skatar.felog.is Öll óþol, ofnæmi, greiningar, lyf o.s.frv. verða að vera skráð í athugasemdir þegar barnið er skráð. Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða haft samband á opnunartíma skrifstofunnar. Skrifstofan er opin mánudaga – miðvikudaga frá 16:30 – 20:00. Síminn í skátaheimilinu er 554-4611. Útbúnaðarlista má finna hér Skátakveðja, Skátaforingjar Kópa

Jólakvöldvaka – 14. desember

Útilífsskóli Kópa 2016

Þá höfum við opnað fyrir skráningu í Útilífsskóla Kópa sumarið 2016. Skemmtileg námskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 8-12 ára! Námskeiðin verða 8 þetta sumarið: Námskeið 1: 13. - 16. júní *fjórir dagar vegna 17. júní. Námskeið 2: 20. - 24. júní Námskeið 3: 27. júní - 1. júlí Námskeið 4: 4. - 8. júlí Námskeið 5: 11. - 15. júlí Námskeið 6: 2. - 5. ágúst *fjórir dagar vegna frídags verslunarmanna Námskeið 7: 8. - 12. ágúst Námskeið 8: 15. - 19. ágúst Skráning fer fram hér: Skráning í Útilífsskóla Kópa Hlökkum til að sjá ykkur í sumar !