Drekaskátadagurinn verður haldinn sunnudaginn 5. mars næstkomandi þar sem allir drekaskátar á höfuðborgarsvæðinu hittast og fara saman í póstaleik. Að þessu sinni heldur skátafélagið Árbúar utan um daginn og auðvitað ætlum við í Kópum að fjölmenna.

Mæting er við Morgunblaðshúsið við Hádegismóa og endar dagurinn á sama stað. Dagurinn byrjar stundvíslega 13:30 og er því mikilvægt að allri séu komnir þá og tilbúnir í leikinn. Dagskráin er svo búin klukkan 16:00. Allir þurfa að vera búnir að borða hádegismat þegar þeir mæta en boðið verður upp á kakó og kex.

Við verðum úti allan tímann svo það er mjög mikilvægt að allir mæti klæddir til þess að vera úti 🙂

Mikilvægt er að skrá drekaskátana inn á https://skatar.felog.is/

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið samband við okkur á drekaskatar@kopar.is