­
Hleð Viðburðir
  • This event has passed.

Félagsútilega Kópa verður haldin í Vindáshlíð helgina 25. – 27. október 2019.
Þema útilegunnar er ævintýraþema!
Félagsútilegan er fyrir alla skáta í Kópum en að þetta verður fyrsta félagsútilegan okkar þar sem Drekaskátar eru velkomnir með. Dróttskátarnir munu gista í tjaldi og þurfa því að taka með sér dýnu og svefnpoka 🙂

Mæting er kl. 19:00 á föstudagskvöld. Við stefnum að brottför frá Digraneskirkju
stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er kl. 16:00 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Digraneskirkju.
Þátttökugjald er 9.500 krónur og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is 

Við þiggjum alla hjálp og það væri vel þegið ef foreldrar/forráðamenn gætu komið og hjálpað til með t.d. eldamennskuna. Hægt væri að taka að sér einn matartíma.