Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 17. – 24. Júlí 2016 og stefna Kópar að því að fjölmenna á mótið eins og á undanfarin mót. Landsmót skáta er með stærri skátamótum sem haldin eru á Íslandi. Þema mótsins í ár er Leiðangurinn mikli og er mótið er ætlað skátum á aldrinum 10 – 22 ára.landsmot16

 

Ljóst er að það er kostnaðarsamt að fara á Landsmót og því ætlum við að standa fyrir söfnunum í samvinnu við foreldrafélagið Selina í vetur. Mótsgjaldið er 54.000 kr og innifalið í því er allur matur, gisting og dagskrá alla vikuna. Við það bætist rútukostnaður og sameiginlegur kostnaður (flutningur á dóti, einkenni, gas, eldhúsbúnaður sameiginlegur búnaður). Því má áætla að kostnaðurinn verði samtals allt að 75.000 kr.
Ef einhverjir foreldrar hafa góð sambönd við rútu og/eða gámafyrirtæki, eða hugmyndir að fjáröflunum endilega látið okkur vita.

Skráning á mótið er hafin á heimasíðu Landsmótsins www.skatamot.is. Staðfestingargjaldið 10.000.- kr. er óafturkræft og greiðist í síðastalagi 15. febrúar 2016. Boðið verður upp á að skipta greiðslum mánaðarlega með greiðsluseðli eða á greiðslukorti. Greiðslum þarf að vera lokið fyrir 1. júní, og greiðsla á sameiginlegum kostnaði 1. júlí.

landsmotÞar sem skráning á mótið fer ekki fram hjá okkur í félaginu biðjum við foreldra/forráðamenn um að senda okkur staðfestingarpóst á mot@kopar.is með nafni barns og kennitölu svo við fáum beint í æð að vita þegar skráningar eiga sér stað..

Fararstjórn Kópa á Landsmót er Valdimar Már Pétursson, Tinna María Halldórsdóttir og Anna Marta Söebech. Þeim innan handar verða svo meðlimir úr stjórn skátafélagsins, Selunum (foreldrafélagið) og ýmsir eldri skátar.

Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur heimasíðu mótsins sem og facebook síðu þess þar sem finna má allar helstu upplýsingar um mótið og skemmtilegar fréttir og annað tengt mótinu, t.d. mótssöngur og vetrarverkefni.
Ef spurningar vakna, ekki hika við að senda okkur póst á mot@kopar.is eða hringja í skrifstofu skátafélagsins á opnunartíma
skrifstofunnar í síma 554 4611.

Skátakveðja frá fararstjórn,

Anna Marta Söebech

Valdimar Már Pétursson

Tinna María Halldórsdóttir

Categories: Fréttir