­

About Anna Söebech

This author has not yet filled in any details.
So far Anna Söebech has created 16 blog entries.

Kópamót!

1.- 3. júní 2018 Kæru foreldrar/forráðamenn Núna styttist óðum í Kópamóts sem er fyrir fálkaskáta og eldri skáta í Kópum. Útilegan verður haldin á Úlfljótsvatni og ætlum við að skemmta okkur saman í góðra vina hóp. Mæting er kl. 17:30 á föstudeginum á bílastæðinu hjá Digraneskirkju. Við stefnum að brottför stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður ekki matartími fyrr en seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er kl. 17:30 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Digraneskirkju. Helgin verður með hefðbundnu sniði og munu krakkarnir taka þátt í allskonar spennandi dagskrá. Við munum eyða tímanum okkar úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, svefnpoka og dýnu. Gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er, hann má finna á http://kopar.is/utbunadarlisti/ Skátafélagið mun sjá um rútuferðir til og frá Úlfljótsvatni, kvöldkaffi bæði kvöldin og kvöldmat á laugardeginum. Þátttökugjald er 7.500 krónur og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is og þarf að nota íslykil. Skráning verður opnuð mánudaginn 30. apríl. Boðið er upp á að skipta greiðslum í tvennt. Frekari upplýsingar má finna á kopar.is/kopamot Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða haft samband á opnunartíma skrifstofunnar. Síminn í skátaheimilinu 554-4611. Skátakveðja, Skátaforingjar Kópa

Handbók Kópa á Landsmót 2016

Hér að neðan má finna Handbók Kópa á Landsmót 2016. Handbókin inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar sem nýtast þátttakendum á landsmóti og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Handbók-2016  Kveðjur frá fararstjórn, Anna Marta, Tinna María og Valdimar Már

Vormót Hraunbúa

Helgina 10.-12. júní ætla fálkaskátarnir í Kópum að skella sér á vormót Hraunbúa í Kýsuvík. Að þessu sinni er þema mótsins „Tími fyrir ævintýri“ og má búast við miklu fjöri alla helgina. Mótið er byggt upp á virkri þátttöku skátaflokkanna og verður ýmis dagskrá í boði. Á laugardagskvöldi verður kvöldvaka og eru allir velkomnir. Á mótinu eru einnig starfræktar fjölskyldubúðir sem hafa verið vinsælar í gegnum tíðina. Þangað eru allir velkomnir, eldri skátar, fjölskyldur skáta og aðrir sem vilja upplifa skátaævintýrið á eigin skinni. Verð: Mótsgjaldið er 4.000 kr. Sameiginlegur kostnaður 1.500 kr Ef að fjölskyldan vill koma með og vera á svæðinu þá eru hraunbúar að bjóða uppá Fjölskyldubúðir: 2.500 kr. per tjald Greitt er fyrir útileguna með millifærslu inn á reikning skátafélagsins og kvittun (nafn barns í skýringu) send á netfangið mot@kopar.is. Leggið inn 5.500 kr Rn. 536 14 751030 Kt. 700371 2719 Skráning fer fram á www.skatar.is/vidburdarskraning Matur er ekki innifalinn í mótsgjaldinu en við ætlum að hafa sameiginlegan kvöldmat fyrir skátana okkar á laugardags kvöldinu og kvöldkaffi bæði kvöldin. Mæting á eigin vegum á mótsvæðið kl 18:00 10. júní og og það þarf að sækja skátana kl 15:30 12. Vegvísun frá Kleifarvatni: Kveðja, Fararstjórn Tengiliður: Valdi-8978818

Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Skátafélagið Kópar stendur að hátíðarhöldum sumardaginn fyrsta í Kópavogi: Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá nú sem endranær. Dagskráin hefst klukkan 13.30 með skrúðgöngu frá Digraneskirkju í Fífuna. Frá 14.00 til 16.00 verður fjölskylduskemmtun í Fífunni. Þar verða hoppukastalar og boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Þar má helst nefna Leikhópinn Lottu, tónlistaratriði frá söngvakeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi og Einar Einstaki töframaður. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp sitt og Skólahljómsveitin spilar nokkur lög. Hlökkum til að sjá sem flesta koma og fagna nýju sumri með okkur!

Páskafjáröflun!

Fjáröflunarhópurinn stendur nú fyrir sölusöfnun! Skátunum er boðið upp á að selja ýmiskonar varning t.d. kerti, klósett- og eldhúspappír. Sölusafnanir eru settar upp reglulega til að skátarnir í félaginu geti safnað fyrir skátastarfinu sínu.  Um að gera að taka þátt og safna fyrir þeim skátamótum sem við stefnum á að taka þátt í í sumar Drekaskátamóti, Landsmóti  eða fyrir Bair Atholl! Einnig geta skátar safnað almennt fyrir skátastarfinu sínu, útilegum, búnaði og slíku. Það er enginn skyldugur að taka þátt en það er öllum velkomið. Hagnaði sölusöfnunar heldur skátinn eftir og greiðir eingöngu raunkostnaðinn til skátafélagsins. Við vonum að ykkur gangi vel og minnum á að skila þarf inn pönntunum fyrir klukkan 22:00 sunnudaginn 13.mars hérna. Vörurnar verða svo afhentar á milli 18:00 og 20:00 fimmtudaginn 17. mars í skátaheimilinu. Þegar vörur eru sóttar verður uppgjörsblað afhent með upplýsingum um hagnað og hvert á að greiða kostnaðinn af keyptum vörum, en greiða þarf í síðasta lagi 24. mars. Upplýsingar um fjáröflun voru sendar út á netfang forráðamanna skáta, þeir sem hafa ekki fengið slíkar upplýsingar geta spurst fyrir hjá starfsmönnum Kópa, kopar@kopar.is

Skátafélagið Kópar 70 ára

Formlegur stofnfundur Skátafélagsins Kópar var haldinn þann 22. febrúar 1946 og var það jafnframt fyrsta félagið sem stofnað var í Kópavogi. Því fagnar skátafélagið okkar 70 ára afmæli nú í ár. Í tilefni afmælisins ætlar félagið að standa fyrir fjölmörgum viðburðum á árinu og byrjum vði fjörið á Afmæliskvöldvöku þann 21. febrúar í Álfhólsskóla-Digranesi kl 17:00 - 19:30. Þar sjá félagar í skátafélaginu um að halda stuðinu uppi með alvöru skátakvöldvöku, afmælistertu og diskóteki fyrir alla Kópa, foreldra og systkini þeirra. Þann 22. febrúar verður svo opið hús í skátaheimilinu okkar að Digranesvegi 79 kl. 18:30-20:00 þar sem öllum er velkomið að koma og fagna með okkur. Hægt verður að ganga um húsið og skoða myndir, mynjar og minningar úr starfinu frá síðastliðnum 70 árum. Skátafundir falla niður mánudaginn 22.  febrúar en vikuna 23. – 29. febrúar er foreldrum velkomið að koma með skátunum sínum á fund, kynnast skátastarfinu og hafa gaman. Síðar á árinu verða fleiri viðburðir á dagskrá og verður það auglýst þegar nær dregur. Vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært um að koma og fagna með okkur þessum skemmtilega áfanga í starfi skátafélagsins! Kveðjur frá Afmælisnefnd.

Kópar á Landsmót Skáta 2016

Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 17. – 24. Júlí 2016 og stefna Kópar að því að fjölmenna á mótið eins og á undanfarin mót. Landsmót skáta er með stærri skátamótum sem haldin eru á Íslandi. Þema mótsins í ár er Leiðangurinn mikli og er mótið er ætlað skátum á aldrinum 10 – 22 ára.   Ljóst er að það er kostnaðarsamt að fara á Landsmót og því ætlum við að standa fyrir söfnunum í samvinnu við foreldrafélagið Selina í vetur. Mótsgjaldið er 54.000 kr og innifalið í því er allur matur, gisting og dagskrá alla vikuna. Við það bætist rútukostnaður og sameiginlegur kostnaður (flutningur á dóti, einkenni, gas, eldhúsbúnaður sameiginlegur búnaður). Því má áætla að kostnaðurinn verði samtals allt að 75.000 kr. Ef einhverjir foreldrar hafa góð sambönd við rútu og/eða gámafyrirtæki, eða hugmyndir að fjáröflunum endilega látið okkur vita. Skráning á mótið er hafin á heimasíðu Landsmótsins www.skatamot.is. Staðfestingargjaldið 10.000.- kr. er óafturkræft og greiðist í síðastalagi 15. febrúar 2016. Boðið verður upp á að skipta greiðslum mánaðarlega með greiðsluseðli eða á greiðslukorti. Greiðslum þarf að vera lokið fyrir 1. júní, og greiðsla á sameiginlegum kostnaði 1. júlí. Þar sem skráning á mótið fer ekki fram hjá okkur í félaginu biðjum við foreldra/forráðamenn um að senda okkur staðfestingarpóst á mot@kopar.is með nafni barns og kennitölu svo við fáum beint í æð að vita þegar skráningar eiga sér stað.. Fararstjórn Kópa á Landsmót er Valdimar Már Pétursson, Tinna María Halldórsdóttir og Anna Marta Söebech. Þeim innan handar verða svo meðlimir úr stjórn skátafélagsins, Selunum (foreldrafélagið) og ýmsir eldri skátar. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur heimasíðu mótsins sem og facebook síðu þess þar sem finna má allar helstu upplýsingar um mótið og skemmtilegar fréttir og annað tengt mótinu, t.d. mótssöngur og vetrarverkefni. Ef spurningar vakna, ekki hika við [...]

Jólakvöldvaka

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 10. desember verður haldin jólakvöldvaka í skátaheimilinu fyrir alla skáta félagsins. Kvöldvakan hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 19:30, aðrir fundir þá vikuna falla niður. Eftir jólakvöldvökuna hefst jólafrí hjá skátunum en starfið hefst á nýju ári þann 4. janúar 2016. Þeir félagar sem ekki hafa vígst sem skátar verða vígðir á kvöldvökunni og verða því að koma með skátaklút með sér. Skátaklútar fást á skrifstofu skátafélagsins og kosta 1.500 kr. Sjáumst hress á kvöldvöku!

Aðventufjáröflun

Foreldrafélagið Selirnir og skátafélagið Kópar hefur síðustu daga staðið fyrir sölusöfnun. Skátunum var boðið upp á að selja ýmiskonar varning t.d. kerti, klósett- og eldhúspappír. Sölusafnanir eru settar upp reglulega til að skátarnir í félaginu getisafnað fyrir skátastarfinu sínu. Þá gildir einu hvort um er að ræða drekaskáta að fara á drekaskátamót í júni, fálkaskáta og eldri á leið á landsmót í júlí nú eða eldri skáta á leið á skátamót erlendis. Einnig geta skátar safnað almennt fyrir skátastarfi sínu, útilegum, búnaði og slíku. Það er enginn skyldugur að taka þátt en það er öllum velkomið. Hagnaði sölusöfnunar heldur skátinn eftir og greiðir eingöngu raunkostnaðinn til skátafélagsins. Við vonum að ykkur hafi gengið vel og minnum á að skila þarf inn pönntunum í kvöld fyrir klukkan 19:00 hérna.

Félagsútilega Kópa 9. – 11. október 2015

Kæru foreldrar/ forráðamenn Nú er fyrsta félagsútilega þessa vetrar (fyrir fálkaskáta og uppúr) að bresta á. Að þessu sinni tökum við stefnuna á Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og ætlum við að verja helginni þar í góðra vina hópi, að skátasið. Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er  kl 16:00 á sunnudeginum. Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu skátarnir  taka þátt í póstaleik, næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og því er  mikilvægt að koma með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar. Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Úlfljótsvatni. Þátttökugjald er 8000 krónur fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld, en 10.000 krónur fyrir þá sem ekki hafa greitt félagsgjöldin. Greitt er fyrir útileguna með millifærslu inn á reikning skátafélagsins og kvittun (nafn barns í skýringu) send á netfangið utilega@kopar.is. Rn. 536 14 751030 Kt. 700371 2719 Hægt að greiða með reiðufé á skrifstofu skátafélagsins. Greiða þarf staðfestingagjald 2000 kr fyrir 5. okt og eftirstöðvar eigi síðar en á brottfarardegi. Skráning á viðburðinn fer fram með því að senda póst á utilega@kopar.is Í póstinum þarf að koma fram eftirfarandi: Nafn skáta og kennitala, nafn foreldris/forráðamanns og Nauðsynlegt er að taka fram i póstinum ef skátinn hefur sérþarfir svo sem,  fæðuofnæmi eða annað sem foreldri telur þörf á. Mikilvægt er að skátinn hafi skráð sig í skátafélagið á frístundagátt Kópavogsbæjar fyrir útileguna. Við hlökkum til að sjá sem flesta og að eiga góða helgi saman! Ef [...]