­

About Ása Dögg

This author has not yet filled in any details.
So far Ása Dögg has created 7 blog entries.

Sumardagurinn fyrsti

Það hefur varla farið fram hjá neinum að sumardagurinn fyrsti var í síðustu viku. Þetta er risa dagur í starfinu okkar og þarf margar duglegar hendur til svo að vel megi fara. Skemmst er frá því að segja að dagurinn heppnaðist frábærlega. Glæsileg fánaborg leiddi skrúðgöngu frá Digraneskirkju í Fífuna og þar tóku skemmtiatriði og hoppukastalar á móti öllu fólkinu en mikill fjöldi Kópavogsbúa mætti á hátíðarhöldin. Eftir tiltekt í Fífunni beið Skátagildið með kvöldvöku í skátaheimilinu þar sem m.a. voru veitt ársbilamerki.

Sumardagurinn fyrsti

Kvöldvaka á sumardaginn fyrsta

Páskabingó

Fimmtudaginn 22. mars verður haldið páskabingó sem fjáröflun fyrir hóp Kópa sem ætla á skátamótið Blair Atholl í Skotlandi í sumar. Bingóið verður haldið í sal Álfhólsskóla (Digranes) og hefst klukkan 18. Spjöld kosta 500 kr og greiða verður með peningum þar sem ekki verður posi á staðnum. Vonumst til að sjá sem flesta

Útilífsskóli Kópa 2018

Kópar auglýsa eftir skólastjóra og leiðbeinendum í Útilífsskólann í sumar. Skólastjóri Útilífsskóla Kópa Skátafélagið Kópar auglýsir eftir skólastjóra Útilífsskóla Kópa sumarið 2018. Í boði er skemmtilegt starf með duglegu starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára. Helstu verkefni skólastjóra eru: Skipuleggja námskeiðin Halda utan um skráningar Foreldrasamskipti Dagleg stjórnun Fleira tilfallandi Hæfniskröfur: Góð samskiptahæfni Áhugi Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð Hafa náð 22 ára aldri Reynsla á stjórnun er kostur Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is en athygli er vakin á því að einnig þarf að sækja um sumarstarf á vef Kópavogsbæjar undir heitinu „Aðstoðarleiðbeinandi á sumarnámskeiðum“. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2018 Frekari upplýsingar veitir Hreiðar Oddsson, hreidar@kopar.is   Leiðbeinandi í Útilífsskóla Kópa   Skátafélagið Kópar auglýsir eftir leiðbeinendum í Útilífsskóla Kópa sumarið 2018. Um er að ræða skemmtilegt sumarstarf með frábæru starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára. Helstu verkefni og ábyrgð leiðbeinanda eru: Þáttaka og leiðsögn í hópastarfi barna á vettvangi Frágangur og þrif í lok hvers dags samkvæmt ákvörðun skólastjóra. Hæfniskröfur: Umburðarlyndi, jákvæð hvatning og leikgleði Reynsla af starfi með börnum æskileg Vera 18 ára á árinu (fædd 2000 eða fyrr) Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is en athygli er vakin á því að einnig þarf að sækja um sumarstarf á vef Kópavogsbæjar undir heitinu „Aðstoðarleiðbeinandi á sumarnámskeiðum“. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2018

Fálkaskátadagurinn

Þann 4. nóvember síðastliðinn tóku fálkaskátarnir okkar þátt í Fálkaskátadeginum í Laugardalnum með hátt í 70 öðrum fálkaskátum af Suðurlandi. Það voru Skjöldungar og Garðbúar sem stóðu fyrir deginum í þetta skiptið. Þema dagsins var norræn goðafræði og var dagskráin í takt við það. Eftir skemmtilega dagsrká var haldin svokölluð síðdegisvaka (kvöldvaka um síðdegi) og fengu krakkarnir svo kakó og kex til að hlýja sér fyrir heimferð.

Félagsútilega Kópa 13. – 15. október

Nú er heldur betur að styttast í félagsútileguna okkar fyrir fálkaskáta og eldri í Kópum. Opið er fyrir skráningu á skatar.felog.is og gengur hún vel. Ekki hika við að hafa samband vakni einhverjar spurningar um útileguna eða skráningu. Hér fyrir neðan koma helstu upplýsingar sem sendar hafa verið á foreldra.   Kæru foreldrar/forráðamenn Núna styttist óðum í félagsútilegu. Útilegan fer fram í Vindáshlíð og ætlum við að skemmta okkur saman í góðra vina hópi. Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er kl 16:00 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Reyni bakara á Dalveginum. Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu krakkarnir taka þátt í póstaleik, næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er. Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Vindáshlíð. Þátttökugjald er 8.900 krónur og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is og þarf að nota íslykil. Boðið er upp á að skipta greiðslum í tvennt. Forsenda fyrir skráningu í útileguna er að vera búin/n að skrá sig í félagið. Skráning í félagið fer einnig fram á skatar.felog.is Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða haft samband á opnunartíma skrifstofunnar. Skrifstofan er opin mánudaga – miðvikudaga frá 16:30 – 20:00. Síminn í skátaheimilinu er 554-4611. Skátakveðja, Skátaforingjar Kópa