­

About Kristín Kristinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Kristín Kristinsdóttir has created 13 blog entries.

Skátastarf veturinn 2017-2018!

Nú fer veturinn að hefjast hjá okkur í Skátafélaginu Kópum. Skátastarfið hefst þann 4. september 2017. Skráning mun fara fram dagana 28. ágúst - 10. september í gegnum skatar.felog.is. Drekaskátar 3 - 4. bekkur verða mán, þrið eða mið kl:17:00 - 18:30 Fálkaskátar 5 - 7. bekkur verða mán, þrið eða mið kl:18:00 - 19:30 Dróttskátar 8 - 10. bekkur verða mán, þrið eða mið kl: 20:00 - 21:30 Fundir hjá hverjum aldurshópi er 1x í viku. Nákvæmar tímasetingar koma eftir 18. ágúst. Við hlökkum til að sjá alla hressa og káta í september ! 

Útilífsskóli Kópa

Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur og sig, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Um er að ræða viku námskeið, frá mánudegi til föstudags. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2005 til 2009. Námskeiðineru frá kl. 09.00 - 16.00 og boðið eru upp á á milli 08.00 - 09.00 og kl. 16.00 - 17.00 en greiða þarf aukalega fyrir hana. Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag. Námskeiðsvikur í júní: Námskeið 1: 12. júní - 16. júní Námskeið 2: 19. júní - 23. júní Námskeið 3: 26. júní - 30. júní Námskeiðsvikur í júlí: Námskeið 4: 03. júlí - 07. júlí Námskeið 5: 10. júlí - 14. júlí Námskeið 6: 17. júlí - 21. júlí Námskeið 7: 24. júlí - 28. júlí Námskeiðsvikur í ágúst: Námskeið 8: 14. ágúst - 18. ágúst Þátttökugjöld Útilífsnámskeið hver vika 14.500 kr. Systkinaafsláttur er 10%. Gjald fyrir gæslu er 3.000 kr. Skráning fer fram í gegnum skatar.felog.is Fyrirspurnir er hægt að senda á Útilífsskóla Kópa, facebook síðu eða í síma 554 - 4611 Forstöðumaður er Kristín Kristinsdóttir Heimilisfang: Digranesvegur 79 Póstnúmer: 200 Kópavogur Sími: 554 4611 / Gsm: 899 8491 Netfang: utilifsskoli@kopar.is

Páskafrí og sumardagurinn fyrsti

Í næstu viku hefst páskafrí hjá Kópum. Páskafríið verður 10. - 17. apríl. Fundir hefjast aftur 18. apríl. Fimmtudaginn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti og verða engir fundir þann daginn. Á sumardaginn fyrsta sér Skátafélagið Kópar um skrúðgönguna og fjölskyldu skemmtunina í Kópavogi. Við hvetjum ykkur öll til þess að mæta og eiga góðan dag með okkur Skrúðgangan fer frá Digraneskirkju klukkan 13:30 og endar í Fífunni þar sem skemmtunin tekur við :) Skátakveðja, Skátafélagið Kópar

Félagsútilega 31. mars – 2. apríl

Jæja þá er komið að félagsútilegu fyrir fálkaskáta og eldri í skátafélaginu. Hér að neðan kemur foreldrabréf og útbúnaðarlisti sem sendur var á foreldra alla fálkaskáta og eldri sem skráðir eru í félagið.   Félagsútilega Kópa mars - 2. apríl 2017 Kæru foreldrar/forráðamenn Núna styttist óðum í félagsútilegu. Útilegan fer fram í Vindáshlíð og ætlum við að skemmta okkur saman góðra vina hópi. Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er kl 16:00 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Reyni bakara á Dalveginum. Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu krakkarnir taka þátt í póstaleik, næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er. Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Vindáshlíð. Þátttökugjald er 8.900 krónur og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is og þarf að nota íslykil. Boðið er upp á að skipta greiðslum í tvennt. Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða haft samband á opnunartíma skrifstofunnar. Skrifstofan er opin mánudaga – fimmtudaga frá 17:00 – 19:00. Síminn í skátaheimilinu 554-4611. Skátakveðja, Skátaforingjar Kópa --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Leyfisbréf félagsútilegu                                                                                                       Skilað við brottför Nafn skáta: ______________________________ Undirritaður forráðamaður veitir ofangreindum skáta leyfi til þess að fara í félagsútilegu Kópa 2015 _________________________________________ Undirskrift forráðamanns   Útbúnaðarlisti fyrir félagsútilegu Fatnaður Skátabúningur* Peysur (helst flís) Buxur (ekki gallabuxur) Bolir Nærföt Sokkar Ullarsokkar (hlýjir sokkar) Termoföt/ullarföt (bolur og buxur) [...]

Drekaskátadagurinn í frábæru veðri!

Sunnudaginn 5. mars var drekaskátadagurinn haldinn fyrir alla drekaskáta á höfuðborgarsvæðinu. Samtals mættu 22 drekaskátar ásamt 5 foringjum. Dagurinn fór fram við Rauðavatn og veðrið var alveg frábært. Við byrjuðum á því að labba í kringum helminginn af vatninu en þegar flestir voru orðnir þreyttir á því þá fórum við þvert yfir vatnið. Vatnið var alveg frosið og voru margir að skauta á svellinu. Upplifunin var mjög skemmtileg og var bros á hverjum einasta drekaskáta á leiðinni yfir. Þegar við vorum komin yfir vatnið fórum við í póstaleik en verkefnin voru misjöfn, sem dæmi má nefna var farið í kimsleik, búið til listaverk úr snjónum og samvinnuleikur. Að póstaleiknum loknum fengum við heitt kakó og kex og löbbuðum svo til baka þar sem foreldrar komu og sóttu skátana sína. Við foringjarnir vorum rosalega ánægð með daginn og vonum að allir drekaskátarnir hafi verið það líka :) Fleiri myndir frá deginum eru á facebook síðu skátafélagsins í sér albúmi sem heitir Drekaskátadagurinn 2017.  

Drekaskátadagurinn

  Drekaskátadagurinn verður haldinn sunnudaginn 5. mars næstkomandi þar sem allir drekaskátar á höfuðborgarsvæðinu hittast og fara saman í póstaleik. Að þessu sinni heldur skátafélagið Árbúar utan um daginn og auðvitað ætlum við í Kópum að fjölmenna. Mæting er við Morgunblaðshúsið við Hádegismóa og endar dagurinn á sama stað. Dagurinn byrjar stundvíslega 13:30 og er því mikilvægt að allri séu komnir þá og tilbúnir í leikinn. Dagskráin er svo búin klukkan 16:00. Allir þurfa að vera búnir að borða hádegismat þegar þeir mæta en boðið verður upp á kakó og kex. Við verðum úti allan tímann svo það er mjög mikilvægt að allir mæti klæddir til þess að vera úti :) Mikilvægt er að skrá drekaskátana inn á https://skatar.felog.is/ Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið samband við okkur á drekaskatar@kopar.is 

Jólakvöldvaka 8. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 8. desember verður haldin jólakvöldvaka í skátaheimilinu fyrir alla skáta félagsins. Kvöldvakan hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 19:30. Hefðbundið fundarstarf verður út miðvikudaginn 7. desember. Eftir jólakvöldvökuna  hefst jólafrí en starfið hefst aftur á nýju ári þann 9. janúar. Sjáumst hress á kvöldvökunni fimmtudaginn 8. desember !  

Vígsla drekaskáta 12. nóvember

12. nóvember síðastliðinn vígðust 17 drekaskátar inn í félagið okkar og fengu sinn fyrsta skátaklút. Drekaskátarnir stóðu sig rosalega vel og voru glöð með að fá loksins klútinn. Að athöfninni lokinni sungu skátarnir ásamt foreldrum/forráðamönnum nokkra skátasöngva og var svo boðið upp á kaffi, kakó og kex. Þeir sem ekki komust á vígsluna verða svo vígðir á næsta fundi sem þeir komast á :) 

Fálkaskátadagurinn 6. nóvember

Fálkaskátadagurinn er haldinn árlega og var hann haldinn 6. nóvember síðastliðinn. Skátafélagið Kópar sá um að halda daginn að þessu sinni. Hingað mættu um 70 fálkaskátar frá 7 félögum á höfuðborgarsvæðinu ásamt foringjum þeirra. Allt í allt tóku um 90 manns þátt í deginum. Farið var í póstaleik í Kópavogsdalnum og að honum loknum var boðið upp á kakó og kex. Dagurinn gekk vonum framar og erum við í Kópum rosalega ánægð.

Skráning í skátana

Núna er komið að því að skrá alla skáta í skátafélagið. Skráning fer fram inn á www.skatar.felog.is. Mikilvægt er að allir skrái skátana sína sem fyrst. Ef þið eruð í vandræðum getið þið haft samband á kopar@kopar.is eða í síma 5544611 á opnunartíma skrifstofu. Skrifstofan er opin mánudaga – fimmtudaga frá 17:00-19:00.