­

About Kristín Kristinsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Kristín Kristinsdóttir has created 13 blog entries.

Dagsferð drekaskáta 15. október

Á laugardaginn fóru drekaskátar í sína fyrstu dagsferð þetta starfsárið. Farið var að Vífilstaðavatni og gengið hringinn í kringum það. Á leiðinni var stoppað og unnin ýmis verkefni og þrautir. Alls mættu 18 dreksakátar sem stóðu sig rosalega vel :) Hópmynd við Vífilsstaðavatn  Veðrið var mjög gott og voru allir hressir og kátir.

Forsetamerkið 2016

Daney Harðardóttir, Katrín Kemp Stefánsdóttir og Sigurður Guðni Gunnarsson, róverskátar úr Kópum fengu afhent forsetamerki skátahreyfingarinnar á laugardaginn síðasta ásamt 24 öðrum skátum. Athöfnin fór fram í Bessastaðakirkju og að athöfninni lokinni bauð forsetinn í kaffiboð. Þetta var fyrsta athöfnin sem Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti afhendir merkið en hann er jafnframt verndari skátahreyfingarinnar. Í upphafi athafnarinnar afhenti því Bragi Björnsson skátahöfðingi forsetanum forsetamerkið úr gulli. Skátafélagið Kópar óskar forsetamerkishöfum til hamingju!

Skráning í félagið 2016-2017

Búið er að opna fyrir skráningu drekaskáta og fálkaskáta veturinn 2016-2017. Skráningin fer fram inn á https://skatar.felog.is/  Frístundastyrkurinn frá Kópavogsbæ kemur þarna inn ef hann er ónýttur. Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega sendið okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða hafið samband við okkur á opnunartíma skrifstofunnar. Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá 17:00 - 19:00