­

About Guðmundur Pálsson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Pálsson has created 4 blog entries.

Fálkaskátadagurinn

Þann 2. nóvember næstkomandi mun fara fram í Reykjavík, Fálkaskátadagurinn 2014. Fálkaskátar í Kópum láta sig auðvitað ekki vanta á þennan skemmtilega viðburð. Munu fálkaskátasveitir úr hinum ýmsu skátafélögum taka þátt og keppa í strætó-ratleik um höfuðborgarsvæðið. Þema leiksins er skátastarf og rekstur þess í Reykjavík síðustu 100 árin eða svo. Kostnaður við að taka þátt í leiknum er enginn og fá skátarnir strætómiða og heitt kakó og kex í skátamiðstöðinni í enda leiksins. Mæting er kl. 12:30 við Menntaskólann í Reykjavík og mikilvægt að skátinn sé  mættur á réttum tíma, búinn að borða vel, klæddur eftir veðri,  með skátaklút og góða skapið. Leiknum lýkur kl. 16:00 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 þangað sem börnin verða sótt.   Skráning fer fram á viðburðarskráningu skátanna á slóðinniwww.skatar.is/vidburdarskraning og er mikilvægt að skrá sig þar sem allra fyrst, síðastalagi mánudaginn 27.október

Félagsútilega Kópa 2014

Félagsútilega Kópa verður haldin helgina 10. – 12. október næstkomandi. Förinni er að þessu sinni heitið í Vindáshlíð þar sem ætlunin er að skemmta sér saman í góðra vina hópi. Þema útilegunnar er sirkus og er ætluð fálkaskátum og eldri. Kostnaður við ferðina er 7.000 krónur fyrir þá sem eru búnir að greiða félagsgjöld,9.000 krónur fyrir þá sem ekki hafa greitt félagsgjöld. Mikilvægt er að þeir sem ætla í ferðina skrái sig á www.skatar.is/vidburdarskraning. Greiða þarf 2.000 króna staðfestingargjald og senda kvittun á hreidar@kopar.is ekki seinna en  6. október. Restina af gjaldinu greiðist í síðasta lagi við brottför. Staðfestingargjald og/eða fullt gjald er hægt að millifæra inn á reikning 536-14-751030. Kt 700371-2719. Setja nafn barns í tilvísun og senda kvittun á hreidar@kopar.is. Athugið að aðeins er hægt að greiða með peningum á skrifstofu skátafélagsins. Mæting er í skátaheimilið kl. 19:00 föstudaginn 10. október og verða þá allir að vera búnir að borða kvöldmat.  Áætluð heimkoma er kl. 15:00 sunnudaginn 12. október. Sjáumst hress og kát í félagsútilegu!

Forsetamerkið

Rekkaskátar úr skátafélaginu Kópum fengu afhent forsetamerkið á Bessastöðum fyrr í dag. Forsetamerkið er afhent árlega í Bessastaðakirkju af forseta Íslands, verndara íslenskra skáta. Skilyrði fyrir afhendingu þess er að skátinn hafi stundað þróttmikið rekkaskátastarf samfellt í tvö ár hið minnsta, hafi lokið tilskildum námskeiðum og verkefnum  og hafi lifað í anda skátaheitis og skátalaga. Við í skátafélaginu Kópum erum rosalega solt af þessum flottu stelpum, til hamingju með þennan merka áfanga Eva Rún Arnarsdóttir og Aníta Rut Gunnarsdóttir!

Róversveitin Atóm í Bæli

Siðastliðna helgi lögðu vaskir skátar úr Róversveitinn Atóm leið sína upp á Hellisheiði. Þar er staðsettur annar af skátaskálum félagsins, Bæli. Helgin var nýtt í að skoða stjörnurnar, spila, spjalla og hafa gaman að skáta sið. Á sunnudag var leiðindaveður svo að það var notalegt að vera inni og gera stórhreingerningu áður en kom að heimför. Skálinn er því nýþveginn og tilbúinn að taka á móti hressum skátum í vetur!