Lög Skátafélagsins Kópa.

1. grein 

Nafn félagsins er Skátafélagið Kópar og aðsetur þess er í Kópavogi.

2. grein 

Félagið er aðili að Bandalagi Íslenskra Skáta (BÍS) og ber að starf eftir lögum þess og reglum.

3. grein 

Markmið og tilgangur félagsins er að stuðla að aukinni hæfni manna til að koma út í lífið og gerast hæfir þjóðfélagsþegnar, með því að ávaxta þá hæfileika er þeir nutu ívöggugjöf, þroska einstaklinginn til þess að vera ákveðinn persóna, þroska félagsanda, þroska með sjálfum sér hugrekki, ósérhlífni, drengskap, sjálfsstjórn og aga, mannkærleik, efla andlega og líkamlega hreysti og hafa heilbrigða og jákvæða hugsun.

4. grein 

Enginn telst fullgildur félagi nema hann hafi greitt gjald á auglýstum innritunartíma.

Félagsráðsfundur í maí ákveður árgjald hverju sinni.

Félagsstjórn er skylt að halda spjaldskrá yfir hvern fullgildan félaga.

5. grein 

Félögum ber að halda einkennisbúningum sínum vel við. Allir skulu sækja fundi og æfingar nema forföll hamli, skal þá tilkynna þau og greina ástæðu er foringi metur hverju sinni. Félagsstjórn er heimilt að beita brottvísun í samráði við sveitaforingja.

6. grein 

Aðalfundur skal haldinn eigi síður en í febrúarlok ár hvert.

7. grein 

Verkefni aðalfundar eru :

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  3. Lagabreytingar
  4. Kosningar
  5. Önnur mál

8. grein 

Rétt til setu á aðalfundi hafa allir Kópar sem verða 14 ára á árinu og eldri, foreldrar og forráðamenn skáta í félaginu, fulltrúar úr stjórn Bandalags Íslenskra Skáta og sérstakir boðsgestir stjórnar.

9. grein 

Kosningarrétt á aðalfundi hafa allir Kópar sem verða 14 ára á árinu og eldri

10 .grein 

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi og því aðeins að 2/3 hlutar fundarmanna sem atkvæði greiða, greiði atkvæði með breytingartillögunni. Aðalfundur skal tilkynntur og auglýstur með að minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara. Tillögur til breytinga á lögum félagsins skulu hafa borist til stjórnar félagsins skriflega, 10 dögum fyrir aðalfund og skulu þær síðan liggja frammi í skátaheimilinu síðustu viku fyrir aðalfund og á aðalfundi. 

11. grein 

Framboð skulu hafa borist til uppstillingarnefndar viku fyrir aðalfund. Frambjóðendur í stjórn skulu kynna stefnumál sín á aðalfundi eftir því sem hægt er. Sjálfkjörnir frambjóðendur eru ekki undanþegnir. 

Stjórn skal skipa minnst þriggja manna uppstillingarnefnd í janúarbyrjun.

12. grein 

Stjórn félagsins skipa: Félagsforingi, sjálfboðaliðaforingi, dagskráforingi, gjaldkeri sér um fjársýslu og bókhald félagsins), ritari færir fundargerðir stjórnar og félagsráðs),, fulltrúi yngri kynslóðar (einstaklingur á aldrinum 18-25 ára) og einn meðstjórnandi

Kosið skal til tveggja ára í senn og á eftirfarandi máta: Félagsforingi, ritari og meðstjórnandi á sléttu ártali, sjálfboðaliðaforingi, gjaldkeri, fulltrúi yngri kynslóðar og dagskrárforingi á oddatölu ártali.

13. grein 

Félagsráðskipa: Stjórn félagsins, deildarforingjar, sveitarforingjar, formenn allra nefnda innan félagsins og fulltrúi HSSK. Félagsráð heldur fundi einu sinni í mánuði, yfir sumarið eftir þörfum.

14. grein 

Hætti einhver embættismaður á miðju kjörtímabili skal stjórn finna annan mann í hans stað fram að næsta aðalfundi með samþykki félagsráðs.

15. grein 

Leggist starfsemi félagsins niður skulu sjóðir þess og eignir fara í vörslu BÍS.

16. grein 

Félagsráð túlkar þessi lög. 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins 2024. Eru þar með öll eldri lög félagsins fallin úr gildi.