- This event has passed.
Sumarnámskeið hefjast!
15/06/2015
Fyrsta námskeið sumarsins hefst!
Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2003 til 2007.
Námskeiðin hefjast kl. 09.00 og lýkur kl. 16.00. Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag.