­

Skátastarf veturinn 2017-2018!

Nú fer veturinn að hefjast hjá okkur í Skátafélaginu Kópum. Skátastarfið hefst þann 4. september 2017. Skráning mun fara fram dagana 28. ágúst - 10. september í gegnum skatar.felog.is. Drekaskátar 3 - 4. bekkur verða mán, þrið eða mið kl:17:00 - 18:30 Fálkaskátar 5 - 7. bekkur verða mán, þrið eða mið kl:18:00 - 19:30 Dróttskátar 8 - 10. bekkur verða mán, þrið eða mið kl: 20:00 - 21:30 Fundir hjá hverjum aldurshópi er 1x í viku. Nákvæmar tímasetingar koma eftir 18. ágúst. Við hlökkum til að sjá alla hressa og káta í september ! 

14/08/2017|
Lesa meira

Hvernig væri að skella sér í útilegu?

Skátafélagið Kópar hefur tvo frábæra skátaskála til umráða; Þrist sem er í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum og Bæli á Hellisheiði. Skátafélög, sveitir, flokkar, klíkur og gengi eru hvött til að kynna sér málið!
Lesa meira

Útilífsskóli Kópa

12/05/2017|

Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur og sig, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Um er að ræða viku [...]

Páskafrí og sumardagurinn fyrsti

03/04/2017|

Í næstu viku hefst páskafrí hjá Kópum. Páskafríið verður 10. - 17. apríl. Fundir hefjast aftur 18. apríl. Fimmtudaginn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti og verða engir fundir þann daginn. Á sumardaginn fyrsta sér Skátafélagið [...]

Félagsútilega 31. mars – 2. apríl

16/03/2017|

Jæja þá er komið að félagsútilegu fyrir fálkaskáta og eldri í skátafélaginu. Hér að neðan kemur foreldrabréf og útbúnaðarlisti sem sendur var á foreldra alla fálkaskáta og eldri sem skráðir eru í félagið.   Félagsútilega [...]

Drekaskátadagurinn í frábæru veðri!

06/03/2017|

Sunnudaginn 5. mars var drekaskátadagurinn haldinn fyrir alla drekaskáta á höfuðborgarsvæðinu. Samtals mættu 22 drekaskátar ásamt 5 foringjum. Dagurinn fór fram við Rauðavatn og veðrið var alveg frábært. Við byrjuðum á því að labba í [...]