Þann 4. nóvember síðastliðinn tóku fálkaskátarnir okkar þátt í Fálkaskátadeginum í Laugardalnum með hátt í 70 öðrum fálkaskátum af Suðurlandi. Það voru Skjöldungar og Garðbúar sem stóðu fyrir deginum í þetta skiptið. Þema dagsins var norræn goðafræði og var dagskráin í takt við það.

Eftir skemmtilega dagsrká var haldin svokölluð síðdegisvaka (kvöldvaka um síðdegi) og fengu krakkarnir svo kakó og kex til að hlýja sér fyrir heimferð.