Rekkaskátar úr skátafélaginu Kópum fengu afhent forsetamerkið á Bessastöðum fyrr í dag.

Forsetamerkið er afhent árlega í Bessastaðakirkju af forseta Íslands, verndara íslenskra skáta. Skilyrði fyrir afhendingu þess er að skátinn hafi stundað þróttmikið rekkaskátastarf samfellt í tvö ár hið minnsta, hafi lokið tilskildum námskeiðum og verkefnum  og hafi lifað í anda skátaheitis og skátalaga.

Við í skátafélaginu Kópum erum rosalega solt af þessum flottu stelpum, til hamingju með þennan merka áfanga Eva Rún Arnarsdóttir og Aníta Rut Gunnarsdóttir!

Categories: Fréttir