Útilífsskóli Kópa 2019

Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur og sig, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Þar sem flestum krökkum, sem koma á námskeiðin hjá okkur, finnst svo gaman að þeir vilja aftur erum við með tvö ólík námskeið A og B, en krakkarnir get þó skráð sig eingöngu á annað þeirra þótt ekki sé farið á hitt. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2007 til 2011.

Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á gæslu á milli 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 en greiða þarf aukalega fyrir hana.
Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag stútfullan af ævintýrum.

Útilífsnámskeið í júní:
Námskeið 1A: 11. júní – 14. júní (fjórir dagar)
Námskeið 1B: 18. júní – 21. júní (fjórir dagar)
Námskeið 2A: 24. júní – 28. júní

Útilífsnámskeið í júlí
Námskeið 2B: 01. júlí – 05. júlí
Námskeið 3A: 08. júlí – 12. júlí
Námskeið 3B: 15. júlí – 19. júlí

Útilífsnámskeið í ágúst
Námskeið 4B: 06. ágúst -09. ágúst (fjórir dagar)

Þátttökugjöld:
Útilífsnámskeiðin kosta fyrir hverja viku 15.000 kr. (12.500 kr. fyrir 4 daga námskeið) Systkinaafsláttur er 10%. Gjald fyrir gæslu er 3.000 kr. og er fyrir og eftir námskeið.

Skráning er inn á https://skatar.felog.is/.