Kæru skátar, foreldar og forráðamenn

Nú eru málin aðeins að skýrast í þessu ástandi sem við erum í hér á Íslandi. Nú um hádegi gáfu almannavarnir, mennta- og menningamálaráðherra og heilbrigðisráðherra út að þeir hópar sem eru aðskildir í skólastarfi skuli vera aðskildir utan skóla líka og þar af leiðandi í skátastarfi einnig og óski eftir að öllu íþrótta- og æskulýðsstarf verið frestað á meðan þessir tímar ganga yfir. Stjórn Skátafélagsins Kópa hefur því ákveðið að fresta skátastarfi um óákveðin tíma. Við munum vera í samband þegar við sjáum fyrir endann á þessu og skátafundir geta hafist að nýju.

Nú er tími fyrir nýjar leiðir og hvetjum við ykkur öll til að taka þátt í #stuðkví  https://skatarnir.is/studkvi/ á vegum Bandalags Íslenskra skáta. Endilega merkið Skátafélagið Kópa (#skfkopar) inn ef þið eruð að deila efninu á samfélagsmiðlum. Við munum deila verkefnum á hverjum degi á Facebook og Instagram síður skátafélagsins.

Eining geta skátarnir haldið rafræna skátafundi með aðstoð tækninnar og hvetjum við ykkur til þess á öllum aldri.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið þær á kopar@kopar.is eða stjorn@kopar.is

Fh. Stjórnar Skátafélagsins Kópa
Heiða Hrönn Másdóttir
Félagsforingi

Categories: Fréttir