Dragon Scouts

Scouts at the age of 8-9 are called Dragon Scouts. In the eyes of the children participating in the scout movement is like a dream come true, we play games with them where they learn while having fun and we also do some exciting projects for the kids to play with their age group - As it should be.

Drekaskátasveitir í Kópum

Snabbar
Þriðjudaga 17:00 – 18:30

Verkefni í Drekaskátum

Við vitum að í huga hvers barns er fólginn sá kraftur sem þarf til þess að breyta heiminum. Skátahreyfingin vill skapa börnum skilyrði til að nýta hæfileika sína á uppbyggjandi hátt og hvetja þau til að nýta eigin reynslu til að verða heilsteyptir einstaklingar og virkir samfélagsþegnar.drekar-utieldun. Ævintýrið, leikirnir og verkefnin gegna þess vegna mikilvægu hlutverki í skátastarfi 8-9 ára barna, því með þeim kennum við börnunum hjálpsemi og glaðværð, sjálfstæði og tillitssemi, ábyrgð og að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Drekaskátafundir eru að jafnaði vikulega, auk þess sem drekaskátar fara reglulega í dagsferðir og styttri leiðangra. Starfsvettvangur þeirra er þéttbýlið, líf í borg og bæ, þeir læra að þekkja umhverfi sitt, hættur í daglegu lífi og rétt viðbrögð við þeim.

 

Dæmi um viðfangsefni drekaskáta

Náttúruskoðun með tánum (Náttúran): Frábær leikur á réttum stað. Upplifun barna í þessum leik kemur á óvart í hvert skipti.

Nánari lýsing: Finnið gott svæði og öruggt þar sem þátttakendur eru berfættir, best er ef þátttakendur stíga ofan í drullupoll. Það getur verið gott að setja upp línu í gegnum brautina sem þátttakendur halda í til að tryggja að þeir gangi rétta leið. Ákveðið brautina með tilliti til upplifunar og þess að þátttakendur eru berfættir. Látið aðra leiðbeinendur fylgja með línunni til að stýra þátttakendum á rétta staði í brautinni sem á að ganga. Allir þátttakendur eru blindaðir og raða sér í línu og haldast í hendur. Leiðbeinandinn segir þeim að hann fari fremstur og muni fara með þau í smá ferðalag. Línan má ekki slitna á þessu ferðalagi og allir verði að passa hvorn annan. Hópurinn verður að tala saman á meðan á þessari ferð stendur því að leiðbeinandinn hlustar bara á fremsta mann. Þannig að ef línan slitnar þá verður hópurinn að koma skilaboðum til fremsta manns um að stöðva leiðbeinandann.
Að leik loknum skulið þið ræða við þátttakendur um upplifun þeirra á leiknum. Annarsvegar á því hvernig þeim fannst að þurfa að treysta hinum í flokknum fyrir ferðum sínum og hinsvegar hvernig þeim fannst að skynja náttúruna með þessum hætti.

Dæmisaga um lífið (Leiðtogafærni og samskipti): Foringjarnir velja tiltekna dæmisögu (t.d. úr Dýrheimasögunum eða aðra sögu sem felur í sér tiltekinn boðskap), skipta henni í minni textabrot sem eru falin á svæðinu þar sem dagsferðin eða leikurinn fer fram. Börnin finna textana og eiga að reyna að átta sig á því hvaða dæmisögu er um að ræða. Í lokin teikna þau myndir til að tjá sig um boðskap hverrar sögu.

 Að búa til fjársjóðskort (Sköpunargleði): Þetta verkefni er bæði hægt að láta skátana gera á fundi eða nota leiðbeiningarnar til að gera flott kort fyrir næsta ratleik.

Nánari lýsing: Þegar fara á í fjársjóðsleit er flott kort alger nauðsyn. Hérna eru leiðbeiningar um hvernig gera megi venjulegt hvítt blað að flottu fjársjóðskorti.

  • Hellið svörtu og sykurlausu kaffi í eldfast mót, djúpan bakka eða stóra skál.
  • Setjið blaðið út í kaffið og leyfið því að liggja í bleyti í smá stund.
  • Takið blaðið varlega upp úr kaffinu og leggið það á dagblað. Annaðhvort er hægt að bíða eftir að blaðið þorni þar sem það liggur á dagblaðinu eða blása á það með hárþurrkunni.
  • Þegar blaðið er orðið þurrt ætti það að vera orðið gulnað og þvælt eins og það sé gamalt.

Til að láta blaðið líta út fyrir að vera enn eldra má einnig krumpa það aðeins og slétta úr því aftur eða kveikja í endunum á því, með varúð þó.

Mataræði (Heilsa og heilbrigði): Skátarnir eru spurðir hvað þeir viti um hollan og óhollan mat. Hvað gerir suman mat hollan en annan óhollan? Hvers vegna er súkkulaði hollt á langri göngu en óhollt heima í leti?

Nánari lýsing: Þegar skátarnir hafa sagt frá því sem þeir vita um hollan og óhollan mat þá má útskýra á einfaldan hátt grundvallaratriði næringafræðinnar. Maðurinn þarf vatn, orku, steinefni og vítamín til þess að lifa af. Heilbrigt mataræði felur í sér að við innbyrðum jafnmikla orku og við eyðum. Með orkunni verðum við líka að fá nauðsynleg vítamín og steinefni. Þess vegna er óhollt að borða orkumikinn mat sem er næringalítill. Þannig fáum við mikla orku en ekki nóg af vítamínum og steinefnum. Til þess að tryggja að næg orka, vítamín og steinefni fáist úr fæðunni er mikilvægt að borða úr öllum fæðuflokkum sex. Þeir eru: a) fiskur, kjöt og baunir, b) feitmeti, c) kornvörur, d) grænmeti, e) ávextir og ber, f) mjólkurvörur. Hægt er að panta ókeypis veggspjöld með fæðuhringnum á vef Lýðheilsustöðvar.

Þegar þessi atriði hafa verið rædd fá skátarnir í hendur dagblöð og auglýsingabæklinga. Þeir klippa út myndir af mat og flokka hann í tvennt eða þrennt hollur/óhollur/(stundum hollur eða hollur í hófi). Þeir líma síðan myndirnar á veggspjöld.