Til að halda úti góðu skátastarfi fyrir börn og unglinga þarf ábyrga og fullorðna einstaklinga sem sinna verkefnum fyrir skátafélögin til lengri og skemmri tíma.  Að ná í og halda í nægilega marga fullorðna er stöðugt úrlausnarefni fyrir mörg félög og erfiðleikar á því sviði ein helsta ástæða þess að starf félaga dalar og jafnvel leggst af.

Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa tekið þátt í skátastarfi áður til þess að geta lagt starfinu lið – öll höfum við eitthvað fram að færa sem nýtist til þess að mögulegt sé að halda úti þessu mikilvæga starfi fyrir börn og unglinga.