Þristur

Þristur úti
Þristur inni 1
Þristur inni 2
Þristur inni 3
Þristur inni 4
Þristur úti Þristur inni 1 Þristur inni 2 Þristur inni 3 Þristur inni 4

Heiti:

Þristur, byggður árið 1966

Pantanir:

Pantanir á netfangið kopar@kopar.is
eða í síma 554-4611 mán-mið frá klukkan 17-19

Verð:
Daggjald: Samkomulag
Næturgjald: 1500.- kr. pr.mann
Helgargjald: 2500.- kr. pr.mann
Lágmarksleiga: kr. 15.000.-

Staðsetning:

Þristur er í Þverárdal undir Móskarðshnúkum.

Akstur:

Ekið er sem leið liggur inn Mosfellsdalinn, framhjá Gljúfrasteini og u.þ.b. 2 km til viðbótar. Þá er afleggjari til vinstri (í norður) og við hann stendur rafmagnsskúr sem er A-hús. Ekið er upp þann afleggjara þar til komið er að bænum Hrafnhólum. Þar er farið niður fyrir bæinn meðfram ánni og þegar komið er að vaði yfir ánna er EKKI farið lengra heldur farið í gegnum hlið sem er þar hægra megin. Þá er ekið eins og leið liggur eftir veginum þangað til komið er að stóru gili. Þar er best að leggja bílnum og ganga síðasta spölin sem er u.þ.b. 300 m./ 10 mín ganga.  Á sumrin er hægt að komast að planinu við gilið á fólksbíl/góðum jeppa en á veturna er það ekki ráðlagt.  Snjór er ruddur að Hrafnhólum og er um 30 mínútna gangur þaðan að skála.

Stærð:

Salur, eldhús og svefnloft

Lýsing:

Þristur var byggður á árunum 1966-1969 en var allur tekinn í gegn árið 2008. Skálinn samanstendur af sal, eldhúsi, salerni og einu svefnlofti. Leigutaki sér um að taka sorp með sér til baka og eru hreinlætisvörur og áhöld afhent með lykli til leigutaka og skilar hann þeim aftur með lyklinum. Skálinn er kynntur með gasofnum og kamínu. Ekkert rafmagn er í skálanum en búið er að koma upp sólarrafhlöðu. Vatnssalerni er komið í húsið en vatnsmagn er takmarkað eftir tíðarfari. Hægt er að nota salernið allan ársins hring ef sótt er vatn í ánna sem er skammt frá skálanum.

Lykilinn að skálanum má sækja í Kópaheimilið (Digranesvegi 79) á milli kl. 17:00-19:00 í vikunni fyrir pantaða helgi. Greiða þarf 1.000 kr. tryggingargjald fyrir lykilinn sem greiðist til baka þegar lyklinum er skilað. Lyklinum verður að skila strax á mánudegi eftir útleigu á milli kl. 17:00-19:00 ásamt óhreinum tuskum.

Svefnaðstaða:

Svefnpláss á gólfi fyrir 30 manns.

Dagskrármöguleikar:

Góðir möguleikar eru á að fara í skemmtilegar gönguferðir, náttúruskoðun, sig og klifur, hægt að baða sig í ánni á sumrin, berjamó á haustin, stutt í Skálafell og útsýnisskoðun af Esju.


Bæli

Bæli

Heiti:

Bæli, endurbyggður árið 2011

Pantanir:

Pantanir á netfangið kopar@kopar.is
eða í síma 554-4611 mán-mið frá klukkan 17-19

Verð:
Daggjald: Hafa samband við Kópa
Næturgjald: kr. 1500.- pr.mann
Helgargjald: kr. 2500.- pr.mann
Lágmarksleiga: kr. 15.000.-

Staðsetning:

Hellisheiði:
Nánar tiltekið suð-austan megin við Skarðsmýrarfjall.
64°2.656´N 21°19.292´W

Akstur:

Leiðarlýsing að skálanum.
Ekið er eftir þjóðvegi 1 eftir Hellisheiði. Ekið er 2km lengra en afleggjarinn innað  Skíðaskálanum Hveradölum (nýji vegurinn inná heiðina sem orkuveitan lagði)
(gps.64°1.108´N 21°21.528W)
Ekið er ca 2 km eftir þeim vegi þangað til að komið er að + gatnamótum og þá er beigt til hægri (gps.64°2.053´N 21°21.998´W) og aftur til hægri eftir ca 200 m.
Þá er ekið útaf malbiki og yfir á malarveg,ekið er 2,7 km eftir þeim vegi uns komið er að malarbrekku á vinstri hönd (gps.642.662´N 21°19.109´W) þegar upp brekkuna er komið blasir skálinn Bæli við á vinstri hönd (gps.64°2.656´N19°.292´W)

Stærð:

Skálinn er um 50fm að stærð + 5fm útihús sem er nýtt sem geymsla og kamar.
Skálanum er skipt niður í tvö rými. Stór forstofa með fatahengi og kústaskáp. Innra rými skálans skiptist í eldhús og sal.
Í eldhúsinu er gaseldavél með 4 hellum. Húsbúnaður er fyrir 20 manns í skálanum.
Inni í salnum er stórt langborð og bekkir við það.
Ekkert rennandi vatn er í skálanum þannig að ferðalangar þurfa að koma með sitt vatn eða sækja það í Hengilsá sem er í ca 1,5km fjarlægð frá skálanum

Lýsing:

Gönguleið.
Hægt er að ganga frá þjóðvegi 1 eftir gamalli vörðuleið inná heiðina sem liggur frá þeim stað þar sem að veðurathugunarstöð vegagerðarinnar er (gamli slysavarnar skúrinn stóð þar)

Gps hnit af gönguleiðinni.
Þjóðvegur 1 (upphaf)
64°1.304´N 21°18.966´Wl
Punktar á 500m fresti yfir hraunið.
64°1.554´N 21°19.227´W
64°1.806´N 21°19.473´W
64°2.050´N 21°19.716´W
64°2.300´N 21°19.957´W
Svertingjarnir(dæluplan OR)
64°2.401´N 21°20.058W
Bakarí
64°2.482´N 21°19.646´W
Punktur.
64°2.596´N 21°19.501´W
Bæli.
64°2.656´N 21°19.292´W

Yfirlitskort af svæðinu er á meðfylgjandi slóð.
http://ja.is/kort/#x=385164&y=394392&z=7&type=aerial

Svefnaðstaða:

Svefnaðstaða er fyrir 14 manns í kojum sem eru í U um salinn, átta tveggja manna dýnur og tvær eins manns.

Dagskrármöguleikar:

Skálinn er á besta stað fyrir fjölsóttar og vinsælar gönguleiðir um Hellisheiðina.