Hvað gera skátar?

Skátar hittast almennt vikulega á fundum og vinna í hópastarfi að margþættum verkefnum, taka þátt í útilífi og alþjóðlegu skátastarfi. Hvort sem það er gönguferð, varðeldur, næturleikur, hellaferð, ging gang gulli gulli, hnútakennsla, tjaldútilega, skátaheiti, útieldun, skátastarf á Netinu, rikk tikk rikka tikka tikk, fánaathöfn, skálaskoðun, skátamerki, skátavígsla eða kakó og kex þá er það ómissandi þáttur af skátastarfinu.

Hvernig get ég orðið skáti?

Best er að ganga til liðs við skátana að hausti því þá auglýsa þeir sérstaka innritunardaga. En að sjálfsögðu getur þú byrjað á öðrum árstímum. Ekki gleyma að þú þarft leyfi frá foreldrum þínum til þess að taka þátt í skátastarfi líkt og öðru tómstundastarfi. Nánari upplýsingar um starfið færðu síðan á skrifstofu Kópa í síma 554-4611 eða með tölvupósti á kopar@kopar.is.

Kynntu þér viðfangsefni mismunandi aldurshópa með því að velja úr valmyndinni hér að ofan.