
Fálkaskátasveitir í Kópum
Ránfuglar(blandað)
Miðvikudaga 18:00 – 19:30
Starfið í fálkaskátum
Eins og fálkinn konungur háloftanna, fylgja fálkaskátar fordæmi helstu kappa Íslandssögunnar sem vildu bæði nema ný lönd og kanna ókunn svið í hópi félaga og vina.
Fálkaskátar starfa í 5-7 manna flokkum jafnaldra sem funda vikulega. Flokkarnir velja sér spennandi verkefni að fást við og njóta leiðsagnar fullorðinna foringja þegar á þarf að halda.
Nokkrir flokkar mynda skátasveit sem vinnur saman að margskonar verkefnum og fer saman í ferðir og útilegur, jafnt sumar sem vetur.
Verkefnin og ferðirnar hafa tilgang, því þó þau séu spennandi og skemmtileg, eru þau einnig leið skáta til að auka þekkingu og færni og búa skátana undir lífið sem virka, ábyrga og sjálfstæða einstaklinga sem bera virðingu fyrir landi sínu og náttúru.
Dæmi um viðfangsefni fálkaskáta
Nánari lýsing: Viðfangsefnið er rætt frá öllum hliðum og síðan er hópnum skipt í tvennt. Annar helmingurinn fær það hlutverk að vera með umræðuefninu og hinn á að vera á móti. Það má leyfa skátunum að velja sér hlið, láta þá draga, eða úthluta skátunum afstöðu. Skátarnir fá síðan einhverja daga til þess að undirbúa ræðu sína þar sem þeir mæla með eða á móti viðfangsefninu. Að lokum flytja skátarnir ræður sínar og jafnvel má fá einhvern til að dæma sigurvegara.
Dæmisaga um lífið (Leiðtogafærni og samskipti): Foringjarnir velja tiltekna dæmisögu (t.d. úr Dýrheimasögunum eða aðra sögu sem felur í sér tiltekinn boðskap), skipta henni í minni textabrot sem eru falin á svæðinu þar sem dagsferðin eða leikurinn fer fram. Börnin finna textana og eiga að reyna að átta sig á því hvaða dæmisögu er um að ræða. Í lokin teikna þau myndir til að tjá sig um boðskap hverrar sögu.
Nánari lýsing: Þegar fara á í fjársjóðsleit er flott kort alger nauðsyn. Hérna eru leiðbeiningar um hvernig gera megi venjulegt hvítt blað að flottu fjársjóðskorti.
- Hellið svörtu og sykurlausu kaffi í eldfast mót, djúpan bakka eða stóra skál.
- Setjið blaðið út í kaffið og leyfið því að liggja í bleyti í smá stund.
- Takið blaðið varlega upp úr kaffinu og leggið það á dagblað. Annaðhvort er hægt að bíða eftir að blaðið þorni þar sem það liggur á dagblaðinu eða blása á það með hárþurrkunni.
- Þegar blaðið er orðið þurrt ætti það að vera orðið gulnað og þvælt eins og það sé gamalt.
Til að láta blaðið líta út fyrir að vera enn eldra má einnig krumpa það aðeins og slétta úr því aftur eða kveikja í endunum á því, með varúð þó.
Nánari lýsing: Þegar skátarnir hafa sagt frá því sem þeir vita um hollan og óhollan mat þá má útskýra á einfaldan hátt grundvallaratriði næringafræðinnar. Maðurinn þarf vatn, orku, steinefni og vítamín til þess að lifa af. Heilbrigt mataræði felur í sér að við innbyrðum jafnmikla orku og við eyðum. Með orkunni verðum við líka að fá nauðsynleg vítamín og steinefni. Þess vegna er óhollt að borða orkumikinn mat sem er næringalítill. Þannig fáum við mikla orku en ekki nóg af vítamínum og steinefnum. Til þess að tryggja að næg orka, vítamín og steinefni fáist úr fæðunni er mikilvægt að borða úr öllum fæðuflokkum sex. Þeir eru: a) fiskur, kjöt og baunir, b) feitmeti, c) kornvörur, d) grænmeti, e) ávextir og ber, f) mjólkurvörur. Hægt er að panta ókeypis veggspjöld með fæðuhringnum á vef Lýðheilsustöðvar.
Þegar þessi atriði hafa verið rædd fá skátarnir í hendur dagblöð og auglýsingabæklinga. Þeir klippa út myndir af mat og flokka hann í tvennt eða þrennt hollur/óhollur/(stundum hollur eða hollur í hófi). Þeir líma síðan myndirnar á veggspjöld.