FULLORÐNIR Í SKÁTASTARFI

Skátastarf er æskulýðsstarf en það þrífst þó ekki án aðkomu fullorðina. Fullorðnir geta stutt við starfið á margan hátt, allt eftir áhuga og getu. Fullorðnir geta líka tekið virkan þátt og skemmt sér konunglega eins og fjölmörg dæmi eru um.

Starf fullorðinna

fullordinnTil að halda úti góðu skátastarfi fyrir börn og unglinga þarf ábyrga og fullorðna einstaklinga sem sinna verkefnum fyrir skátafélögin til lengri og skemmri tíma.  Að ná í og halda í nægilega marga fullorðna er stöðugt úrlausnarefni fyrir mörg félög og erfiðleikar á því sviði ein helsta ástæða þess að starf félaga dalar og jafnvel leggst af.

Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa tekið þátt í skátastarfi áður til þess að geta lagt starfinu lið – öll höfum við eitthvað fram að færa sem nýtist til þess að mögulegt sé að halda úti þessu mikilvæga starfi fyrir börn og unglinga. Skátarnir hafa unnið vandað efni sem er nokkurs konar verkfærakista fyrir skátafélögin og aðstoða þau við að laða til sín fullorðna í starfið. Þessi gögn eru öll aðgengileg á skátavefnum og eru fróðleg lesning bæði fyrir starfandi skáta og einnig þá fullorðnu aðila sem velta fyrir sér að leggja starfinu lið. :: Skoða

Dæmi um viðfangsefni fullorðinna

Verkefnin sem fullorðnir geta sinnt í þágu skátafélaganna eru nánast óteljandi. Sumir taka að sér að vera foringjar yfir skátasveit eða stuðningsaðilar við starfið í skátasveitunum. Aðrir taka sæti í stjórn, ráðum og nefndum, aðstoða við skátamót og útilegur, hjálpa til við rekstur félagsins og húsnæðis og svo mætti lengi telja.

En margir fullorðnir láta ekki þar við sitja heldur eru einnig virkir þátttakendur í ýmsum félögum, hópum og skátaklíkum enda úr nægu að velja. Sem dæmi má efna Skátagildin á Íslandi sem eru félagsskapur fullorðins fólks sem vill halda tengslum við skátastarfið. Skátakórinn er öflugur félagsskapur fullorðins fólks sem hittist vikulega yfir vetrartímann og syngur saman og ekki má gleyma öflugum bakvarðasveitum sem mörg skátafélög búa að. Í slíku starfi helst í hendur aðstoð við skátafélagið á svæðinu og öflugt félagslíf þeirra fullorðnu sem mynda hópinn.

Selirnir – Foreldrar og aðrir fullvaxnir Kópar

Foreldrar skáta og aðrir fullvaxnir Kópar eru félagar Í Selunum. Félagið var stofnað til að efla tengslin milli skátafélagsins og forráðamanna. Með þátttöku foreldra í völdum þáttum í dagskránni fá þeir innsýn í skátastarfið og tækifæri til að kynnast.

Félagið hefur verið ómetanlegur stuðningur við skátafélagið. Selirnir hafa staðið fyrir ýmsum viðburðum, verið okkur innan handar í fjáröflunum og við undirbúning og framkvæmd landsmóts. Selirnir hafa staðið fyrir viðburðum fyrir foreldra þar má helst nefna skyndihjálparnámskeið, GPS-námskeið, gönguferðir og heimsókn til Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Þessir viðburðir hafa verið vel sóttir bæði af foreldrum og foringjum félagsins á mikil ánægja með þá. Framundan er svo örnámskeið þar sem foreldrar mæta og halda námskeið fyrir foringja félagsins og kenna þeim ýmis verkefni bæði gagnleg og skemmtileg!

Sendu okkur línu

Vilt þú vera með?

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í skátastarfi eða leggja starfinu lið með einhverjum hætti ættirðu að smella á okkur línu eða bara líta við í skátaheimilinu.
Sendu okkur línu