Landsmót skáta 2024 verður haldið á Úlfljótsvatni 12.-19. júlí 2024. Kópar bjóða öllum fálkaskátum og eldri í félaginu að koma með sér á mótið. Í aðdraganda mótsins verða fjáraflanir og undirbúningsútilegur fyrir skátana sem stefna á að taka þátt í mótinu. Þátttaka foreldra og forráðafólks í bæði undirbúningi og á mótinu sjálfu skiptir sköpum fyrir þátttöku Kópa á Landsmóti! Hafðu samband við skrifstofu Kópa kopar@kopar.is ef þú vilt hjálpa okkur að gera Landsmótsdrauminn að veruleika.

Vefsíða Landsmóts skáta 2024 er komin í loftið! Smelltu hér til að skoða meira