Áhersla starfs sjóskáta er meðal annars á öryggisbúnað á sjó, fyrstu hjálp, siglingar á mismunandi bátgerðum, veðurfræði, náttúru- og umhverfisfræði og umhverfisvernd allt með það að markmiði að ferðast á sjó með fullu öryggi sér til ánægju.
Fundir eru haldnir á sunnudögum um miðjan dag sökum birtuskilyrði þegar á líður vetur.
- Fyrsti fundur verður 14. september og verða alls 13 talsins á haustmisseri.
- Vetrarhlé er frá desember til og með febrúar og er fyrsti fundur vormisseris 8. mars 2026
Eldri sveit, fæðingarár 2010-2013 (8.-.10. bekkur)
Sjóskátafundir eru alla sunnudaga 12:00-14:00 í félagsheimili siglingafélagsins Ýmis Naustavör 14, Kópavogi.
Í félagsgjaldi er innifalið vikulegir skátafundir, skátaklútur og félagseinkenni. Öll samskipti og upplýsingagjöf fara fram á Sportabler.
Yngri sveit, fæðingarár 2011-2013 (5.-.7. bekkur)
Sjóskátafundir eru alla sunnudaga 10:30-12:00 í félagsheimili siglingafélagsins Ýmis Naustavör 14, Kópavogi. Sjóskátasveit á yngra aldursbili er verkefni sem verður rekið til prufu starfsárið 2024-2025. Í félagsgjaldi er innifalið vikulegir skátafundir, skátaklútur og félagseinkenni. Öll samskipti og upplýsingagjöf fara fram á Sportabler.