Útilífsskóli Kópa býður upp á ævintýralegt námskeið í sumar. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og fjölbreytt dagskrá verður alla vikuna Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir mikilli útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag stútfullan af ævintýrum. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2017 til 2013
Skráning fer fram á https://www.abler.io/shop/kopar
Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á gæslu á milli 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 sem greiða þarf aukalega fyrir. Lágmarksskráning í gæslu er 10 ef sá fjöldi næst ekki verður ekki gæsla þá vikuna.
Vikurnar sem eru í boði í sumar:
10.júní – 13.júní
16.júní – 20.júní
23.júní – 27.júní
30.júní – 4.júlí
7.júlí – 11.júlí
14.júlí – 18.júlí
21. júlí – 25.júlí
5.ágúst – 8.ágúst
11.ágúst – 15.ágúst