Daney Harðardóttir, Katrín Kemp Stefánsdóttir og Sigurður Guðni Gunnarsson, róverskátar úr Kópum fengu afhent forsetamerki skátahreyfingarinnar á laugardaginn síðasta ásamt 24 öðrum skátum. Athöfnin fór fram í Bessastaðakirkju og að athöfninni lokinni bauð forsetinn í kaffiboð. Þetta var fyrsta athöfnin sem Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti afhendir merkið en hann er jafnframt verndari skátahreyfingarinnar. Í upphafi athafnarinnar afhenti því Bragi Björnsson skátahöfðingi forsetanum forsetamerkið úr gulli.
Skátafélagið Kópar óskar forsetamerkishöfum til hamingju!