Skátafélagið Kópar var stofnað þann 22. febrúar 1946 og fagnar 80 ára afmæli 22. febrúar 2026. Kópar blása því til afmælishátíðar sunnudaginn 22. febrúar kl. 13:00 í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, Tónahvarfi 8, 203 Kópavogi.

Öllum skátum ásamt öðrum vinum og velunnurum félagsins er boðið að fagna með okkur á þessum merku tímamótum. Skátar úr Kópum sá sjá um dagskránna og verður mikið fjör. Að sjálfsögðu verður afmæliskaka og að lokum kvöldvaka að skátasið.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):

13:00 – Hús opnar
13:30 – Formleg afmælisdagskrá í Fjallasal, ræður o.fl.
14:00 – Afmæliskaka og kaffiveitingar
15:00 – Hátíðarkvöldvaka með skátasöngvum og dagskrá

Endilega deilið Facebook-viðburðinum. Við hlökkum til að sjá ykkur öll þann 22. febrúar!