Skópar ganga í kringum Hvaleyrarvatn!
Göngufélag Kópa sem heitir Skópar ætla að bjóða í létta göngu í kringum Hvaleyrarvatn í Hafnafirðinum! Gangan er fyrir alla sem vilja Við munum hittast kl. 11:00 á bílastæðinu sem merkt er inn á kortið en gangan mun byrja og enda þar.Gott er að koma með bolla því Í lok göngunnar munum við fá okkur heitt kakó og kleinur.Tekið skal fram að börn verða að vera í fylgd foreldra eða annarra sem bera á þeim ábyrgð.Ef þið komið með hundinn ykkar verður hann að vera í ól.
Útilífskóli Kópa 2022
Skráning í Útilífsskólan hefst miðvikudaginn 27. apríl! Við mælum með námskeiðunum fyrir alla hressa krakka sem langar að prófa eitthvað nýtt í sumar Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann og er haldið í skátaheimili Kópa við Digranesveg 79. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Námskeiðin eru fjölbreytt og reynt eftir fremsta megni að hafa ólíka dagskrá í hverri viku. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2010 – 2014. Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á [...]
Skátastarfið er að hefjast!!!
Við hefjum fundina eftir skemmtilega sumarfríið okkar. Ef þið hafið spurningar endilega sendið á kopar@kopar.is Annars þá sjáumst við hress og kát!
Ath!
Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið á kopar@kopar.is eða á Sportabler. Minnum einnig á að fylgja okkur á Facebook https://www.facebook.com/skfkopar og á Instagram https://www.instagram.com/skfkopar/
Skátastarf á tímum Covid-19
Sæl öll, Eins og öllum er kunnugt erum við að standa aftur frammi fyrir skrítnum tímum, hertar takmarkanir og fjölgun smita í samfélaginu. Skátafélagið Kópar þurfti að aflýsa öllum skátafundum í síðustu viku, þar sem staðan hefur lítið breyst í samfélaginu munum við aflýsa öllum skátafundum komandi viku 12. - 18. október. Við tökum svo stöðuna aftur þá og fylgjumst vel með þeim tilmælum sem koma fram þangað til. Við munum senda út verkefni sem hægt er að gera heima við, svo endilega fylgist vel með okkur á facebook https://www.facebook.com/skfkopar og á instagram https://www.instagram.com/skfkopar/ En þar munum við koma með ýmsar hugmyndir að verkefnum. Einnig [...]
Skátastarf og Covid-19
Sæl öll, Eins og öllum er kunnugt erum við að standa aftur frammi fyrir skrítnum tímum, hertar takmarkanir og fjölgun smita í samfélaginu. Samkvæmt takmörkunum þá eru ekki neinar takmarkanir á starfi barna fædd 2005 og seinna ef fjöldinn er undir 30 manns. Þar sem það hefur verið svolítið um smit í grunnskólum í Kópavogi upp á síðkastið og við höfum ekki fundið lausn til að geta haldið okkar starfi áfram undir þessum takmörkunum höfum við í Skátafélaginu Kópum ákveðið að aflýsa öllum fundum næst komandi viku 5. - 8. október 2020. Þannig við getum áttað okkur almennilega á stöðunni [...]
Skópar fara á Móskarðshnjúka
Gönguhópurinn Skópar hefur göngu sína á ný 19. september kl. 11:00 og ætlum við að ganga á Móskarðshnjúka. Gangan er ætluð öllum Kópum og fjölskyldum þeirra. Boðið verður upp á nokkur erfiðleika stig og alltaf í boði að snúa til baka, svo gangan er fyrir alla. Munið að koma klædd eftir veðri og með nesti og góða skapið í bakpoka 🙂 Hér eru nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/652304712056314?active_tab=about
Fundartímar og skráning 2020 – 2021
Nú styttist óðum í starfið okkar en það byrjar 31. ágúst.Hér eru fundartímarnir en hver sveit fundar vikulega. Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/kopar Drekaskátar (2011 - 2012)Hattífattar: Mánudagar kl. 17:00 - 18:30Snabbar: Þriðjudagar kl. 17:00 - 18:30 Fálkaskátar (2008 - 2010)Furðufuglar: Þriðjudagar kl. 18:00 - 19:30Ránfuglar: Miðvikudagar kl. 18:00 - 19:30 Dróttskátar (2005 - 2007)Andrómeda - Fimmtudagar kl. 20:00 - 22:00 Rekkaskátarnir (2002 - 2004) Fundartími er óákveðinnEf þið hafið áhuga endilega sendið á kopar@kopar
Skátastarfið hefst á ný!
Þriðjudaginn 5. september hefst vikulegt fundarstarf á ný hjá öllum aldursbilum skátafélagsins Kópa. Skráning er hafin á sportabler.com/shop/kopar Komandi starfsár er fullt af ævintýrum og skemmtilegum viðburðum. Stefnt er að dagsferðum í öllum aldursbilum, gistikvöldi drekaskáta og sveitarútilegum eldri aldursbila og svo fer allt félagið saman í félagsútilegu í vetur. Göngufélagið Skópar mun einnig hefa göngu sína á ný. Þá er landsmót skáta 2024 sem félagið tekur stefnu á og byrjar strax að undirbúa með ýmsu móti. Við vonumst til að sjá sem flest ykkar á nýju starfsári! Skátaforingjar og stjórn Skátafélagsins Kópa
Would you want to go camping?
Sumardagurinn fyrsti með Kópum!
Nú styttis í sumardaginn fyrsta og Kópar ætla að bjóða öllum Kópum og fjölskyldum þeirra í skátaheimilið okkar í opið hús milli 14:00-17:00! 🌞 Við ætlum að skella okkur í ratleik í dalnum og gæða [...]
Skópar ganga í kringum Hvaleyrarvatn!
Göngufélag Kópa sem heitir Skópar ætla að bjóða í létta göngu í kringum Hvaleyrarvatn í Hafnafirðinum! Gangan er fyrir alla sem vilja Við munum hittast kl. 11:00 á bílastæðinu sem merkt er inn á kortið en [...]
Auka aðalfundur
Minnum á auka aðalfund á morgun miðvikudaginn 15. mars kl 20:00 í skátaheimilinu okkar vegna kosninga í stjórn.
0 Comments