­
Loading Events
  • This event has passed.

Drekaskátamótið verður 5.-6. júní á tjaldsvæðinu á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg en til dæmis verður farið í klifur, báta og vatnsbyssustríð. Lagt verður af stað frá Digraneskirkju kl 09:00 laugardaginn 5. júní og komið til baka á sunnudeginum 6. júní kl. 17:00.

 

Skráning: Skráning á mótið fer fram á sportabler á greiðsluviðburði. Aðeins er hægt að skrá skátann á mótið ef hann er skráður í skátana og hefur greitt félagsgjöld hjá Kópum.

Mótsgjald:

Mótsgjaldið á mótið er 5.900 innifalið í því er gisting, dagskrá, mótseinkeni, sameiginleg kvöldmáltíð á laugardegi, kvöldkaffi og drekaskáta bolur. Ofan á það gjald bætist við rúta sem kostar ca. 1100kr á mann svo heildargjald fyrir mótið er 7000kr sem greiðist í heild sinni inni á Sportabler.

Matarmál:

Kvöldmáltíð og kvöldkaffi á laugardagskvöldinu er sameiginlegt með öllum á mótinu og innifalið mótsgjaldi. Í kvöldmat verða grillaðir hamborgarar. Allan annan mat þurfa börnin að koma með fyrir sig sjálf sem og þau mataráhöld sem þau þurfa með matnum sínum. Við munum bjóða upp á heitt vatn á matmálstímum svo hægt er að koma með t.d. pakkanúðlur.

Útbúnaður:

Skátarnir koma með allan persónulegan búnað og gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar þið eruð að pakka. Hann er ekki heilagur og gæti vel verið að ykkar skáti þurfi ekki allt á listanum eða þurfi hluti sem eru ekki á lista. Það skiptir öllu máli að skátinn pakki sjálfur í töskuna og viti hvar allt er. Það gerist alltof oft að skátar haldi að þeim vanti t.d. regnföt þegar þau eru í töskunni. Þá vitum við að skátinn pakkaði ekki sjálfur. Mikilvægt er að merkja allan fatnað með nafni skátans og skátafélagi. Skátafélagið á tjöld og gistum við í þeim. Við munum raða í tjöldin eftir óskum og sjá til þess að vinir séu saman.

Lyf: Ef börnin nota lyf er nauðsynlegt að vita það fyrirfram og afhenda sveitarforingja þau við rútuna. Börnunum er ekki heimilt að geyma lyf sjálf af öryggisástæðum. Ef barnið ætlar ekki með rútunni látið þá endilega vita með tölvupósti. 

Hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur vegna mótsins. Okkar markmið er að börnin komi heim sem sigurvegarar í sínu hjarta og til í áframhaldandi ævintýri hvort sem það er í skátastarfi eða á öðrum vettvangi.

Kærar kveðjur, Páll sími: 8440268 (Sveitaforingi Hattífatta) og Þórhildur sími: 6626618 (Sveitarforingi Snabba). Netföng: thorhildur@kopar.is og/eða palli@kopar.is