Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Drekaskátamót 2015

06/06/2015 @ 10:00 - 07/06/2015 @ 15:30

Það er óhætt að segja að skátamót séu hápunktur á öllu skátastarfi.  Skátar hafa byggt upp frábæra aðstöðu að Úlfljótsvatni og er það von okkar að sem flestir Kópar fái að kynnast þeirri  töfrandi náttúru og jákvæðu straumum sem hafa legið í loftinu um áratugaskeið.tjalda

Mæting er á Úlfjótsvatni á laugardeginum kl. 10:00 og mótinu lýkur á sunnudeginum 7. Júni kl. 15:30.  Dvalið verður við leiki og störf en dagskrá mótsins er fjölbreytt og skemmtileg.
Dvalið verður í tjöldum sem skátafélagið á en mjög góð tjaldaðstaða er á Úlfljótsvatni.

Gjaldið er 4.500.- krónur og innifalið í því er gisting, pylsuveisla á laugardagskvöldi, kvöldkaffi á laugardagskvöldi, mótseinkenni og öll dagskrá. Rútuferðir fram og til baka munu svo bætast við gjaldið en það verð kemur þegar nær dregur ásamt brottfarar og komu tíma.

Drekaskátarnir þurfa að koma með allan mat fyrir utan það sem er innifalið eða kvöldmat á laugardagskvöld og kvöldsnarl. Við munum bjóða upp á heitt vatn í hádeginu fyrir krakkana.

Búið er að opna fyrir skráningu á mótið hér!
Skráningarfrestur er til 15. Maí 2015, mikilvægt er að virða þann skráningarfrest til að allir geti fengið mótseinkenni og kvöldmat.

 

Details

Start:
06/06/2015 @ 10:00
End:
07/06/2015 @ 15:30
Event Category: