Kópahúfan víðfræga var einkenni Kópa á Landsmóti skáta 2012 og 2014. Fararstjórar Kópa á Landsmót skáta 2026 hafa ákveðið að endurvekja húfuna sem einkenni félagsins fyrir mótið
Það er því um að gera að hefjast handa við prjónaskapinn en húfan er bæði þægileg og fljótprjónuð. Ef enginn í kringum skátann hefur tök á að prjóna húfu þá er hægt að hafa samband við kopar@kopar.is og við reddum málunum. Sömuleiðis ef þið hafið tök á að prjóna húfu á fleiri en einn skáta þá má láta vita af því.