Kynningardagur
Miðvikudaginn 2. september verður haldinn kynningardagur hjá okkur í skátafélaginu Kópum. Skátaforingjar Kópa sjá um skemmtilega dagskrá milli 17:00 og 19:00 fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarf og hvernig starfinu verður háttað í vetur. Við hvetjum líka starfandi skáta til þess að líta við, velja sér fundartíma og hitta á skátaforingja og vini!