­

Kynningardagur

Miðvikudaginn 2. september verður haldinn kynningardagur hjá okkur í skátafélaginu Kópum. Skátaforingjar Kópa sjá um skemmtilega dagskrá milli 17:00 og 19:00 fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarf og hvernig starfinu verður háttað í vetur. Við hvetjum líka starfandi skáta til þess að líta við, velja sér fundartíma og hitta á skátaforingja og vini!

Kynningardagur hjá skátafélaginu

Eftir ævintýralegt sumar með skátamótum og varðeldum er aftur komið að vetrarstarfinu, þá taka við skátafundir, dagsferðir, útilegur og fleiri spennandi viðburðir. Miðvikudaginn 2. september verður kynningardagur hjá okkur í skátafélaginu Kópum. Skátaforingjar sjá um skemmtilega dagskrá milli 17:00 og 19:00 fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarf og hvernig starfinu verður háttað í vetur.     Við hvetjum líka starfandi skáta til þess að líta við, velja sér fundartíma og hitta á skátaforingja og vini! Skráing er hafin inn á frístundagátt Kópavogsbæjar.