https://www.sportabler.com/shop/kopar

Þriðjudaginn 5. september hefst vikulegt fundarstarf á ný hjá öllum aldursbilum skátafélagsins Kópa. Skráning er hafin á sportabler.com/shop/kopar

Komandi starfsár er fullt af ævintýrum og skemmtilegum viðburðum. Stefnt er að dagsferðum í öllum aldursbilum, gistikvöldi drekaskáta og sveitarútilegum eldri aldursbila og svo fer allt félagið saman í félagsútilegu í vetur. Göngufélagið Skópar mun einnig hefa göngu sína á ný.
Þá er landsmót skáta 2024 sem félagið tekur stefnu á og byrjar strax að undirbúa með ýmsu móti.

Við vonumst til að sjá sem flest ykkar á nýju starfsári!

Skátaforingjar og stjórn 
Skátafélagsins Kópa