­

Skátastarfið er að hefjast!!!

Við hefjum fundina eftir skemmtilega sumarfríið okkar. Ef þið hafið spurningar endilega sendið á kopar@kopar.is Annars þá sjáumst við hress og kát!

Útilífskóli Kópa

Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann sem haldið er í skátaheimili Kópa við Digranesveg 79. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Námskeiðin eru fjölbreytt og reynt eftir fremsta megni að hafa ólíka dagskrá í hverri viku. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2009 – 2013. Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á gæslu á milli 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 sem greiða þarf aukalega fyrir. Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana, eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag stútfullan af ævintýrum. Námskeiðsvikur: Námskeið 1. 14. – 18. júní (4 dagar v/17. júní) Námskeið 2. 21. – 25. júní Námskeið 3. 28. júní – 02. júlí Námskeið 4. 05. – 09. júlí Námskeið 5. 12. – 16. júlí Námskeið 6. 03. – 06. ágúst (4 dagar v/frídags verslunarmanna) Námskeið 7. 09. – 13. ágúst Námskeið 8. 16. – 20. ágúst Námskeiðsgjald er 16.000 kr. en 13.500 kr. fyrir 4 daga viku. Gjald fyrir gæslu er 3.000 kr. Umsjónarmaður námskeiðanna er Katrín Kemp Stefánsdóttir. Hægt er að senda tölvupóst á utilifsskoli@kopar.is eða hringja í Skátafélagið Kópa í síma 554-4611 á opnunartíma. Skráning hefst á Sumardaginn fyrsta 22. apríl og fer fram HÉR 

Ert þú að fá villur?

við erum nú að uppfæra vefsíðu okkar ef einhverjar villur eru hafðu samband við Herstein á hersteinn@kopar.is

Skólastjóri Útilífsskóla Kópa

Skátafélagið Kópar auglýsir eftir skólastjóra Útilífsskóla Kópa sumarið 2021. Í boði er skemmtilegt starf með duglegu starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára.  Helstu verkefni skólastjóra eru: Skipulag og utanumhald námskeiðaStofna og fylgjast með skráningumForeldrasamskiptiDagleg stjórnunTilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Góð samskiptahæfniSkipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögðHafa náð 22 ára aldriReynsla á stjórnun er kosturMenntun sem nýtist í starfi er æskilegReynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is. Umsóknarfrestur er til 26. mars 2021. Frekari upplýsingar veitir Heiða Hrönn Másdóttir, heidahronn@kopar.is

Skólastjóri Útilífsskóla Kópa

Aðalfundur 2020

Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn mánudaginn 17. febrúar í skátaheimilinu okkar, Bakka, klukkan 20. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar3. Lagabreytingar4. Kosningar5. Önnur mál Lagabreytingartillögur verða kynntar hér á síðunni um leið og þær berast. Kjósa þarf 4 sæti í stjórn, félagsforingja, ritara, meðstjórnanda og 2 meðstjórnanda, annar til 2 ára og hinn til 1 árs Framboð verða kynnt á FB síðu viðburðarnirs hér: https://www.facebook.com/events/526831821515759/ Lög félagsins má finna hér: http://kopar.is/kopar/log-skatafelagsins/ Framboð og lagabreytingartillögur berist á uppstillingarnefnd@kopar.is. Uppstillingarnefnd skipa:Brynjar BragasonKatrín Kemp StefánsdóttirJónína Aðalsteinsdóttir

Skyndihjálparnámskeið

Bandalag Íslenskra Skáta stóð fyrir öflugt 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeiði síðustu helgi og auðvitað mættu margir foringjar úr Kópum á það námskeið. Hérna má sjá mynd af hópnum sem kláraði námskeiðið.

Jólakvöldvaka 8. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 8. desember verður haldin jólakvöldvaka í skátaheimilinu fyrir alla skáta félagsins. Kvöldvakan hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 19:30. Hefðbundið fundarstarf verður út miðvikudaginn 7. desember. Eftir jólakvöldvökuna  hefst jólafrí en starfið hefst aftur á nýju ári þann 9. janúar. Sjáumst hress á kvöldvökunni fimmtudaginn 8. desember !  

Skátafélagið Kópar 70 ára

Formlegur stofnfundur Skátafélagsins Kópar var haldinn þann 22. febrúar 1946 og var það jafnframt fyrsta félagið sem stofnað var í Kópavogi. Því fagnar skátafélagið okkar 70 ára afmæli nú í ár. Í tilefni afmælisins ætlar félagið að standa fyrir fjölmörgum viðburðum á árinu og byrjum vði fjörið á Afmæliskvöldvöku þann 21. febrúar í Álfhólsskóla-Digranesi kl 17:00 - 19:30. Þar sjá félagar í skátafélaginu um að halda stuðinu uppi með alvöru skátakvöldvöku, afmælistertu og diskóteki fyrir alla Kópa, foreldra og systkini þeirra. Þann 22. febrúar verður svo opið hús í skátaheimilinu okkar að Digranesvegi 79 kl. 18:30-20:00 þar sem öllum er velkomið að koma og fagna með okkur. Hægt verður að ganga um húsið og skoða myndir, mynjar og minningar úr starfinu frá síðastliðnum 70 árum. Skátafundir falla niður mánudaginn 22.  febrúar en vikuna 23. – 29. febrúar er foreldrum velkomið að koma með skátunum sínum á fund, kynnast skátastarfinu og hafa gaman. Síðar á árinu verða fleiri viðburðir á dagskrá og verður það auglýst þegar nær dregur. Vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært um að koma og fagna með okkur þessum skemmtilega áfanga í starfi skátafélagsins! Kveðjur frá Afmælisnefnd.