Það er komið að því! Skátafundir hjá okkur eru byrjaðir og skráning er opin inn á https://www.sportabler.com/shop/kopar
Útilífskóli Kópa 2022
Skráning í Útilífsskólan hefst miðvikudaginn 27. apríl! Við mælum með námskeiðunum fyrir alla hressa krakka sem langar að prófa eitthvað nýtt í sumar Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann og er haldið í skátaheimili Kópa við Digranesveg 79. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Námskeiðin eru fjölbreytt og reynt eftir fremsta megni að hafa ólíka dagskrá í hverri viku. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2010 – 2014. Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á gæslu á milli 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 sem greiða þarf aukalega fyrir. Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana, eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag stútfullan af ævintýrum. Námskeið 1. 13. - 16.júní - 4 daga námskeið Námskeið 2. 20. - 24. júní Námskeið 3. 27.júní - 1.júlí Námskeið 4. 4. - 8.júlí Námskeið 5. 11. - 15.júlí Námskeið 6. 2. - 5. ágúst - 4 daga námskeið Námskeið 7. 8. - 12.ágúst Námskeið 8. 15. - 19. ágúst Námskeiðsgjald er 17.000 kr. en 14.500 kr. fyrir 4 daga viku. Gjald fyrir gæslu er 4.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skátafélagsins Kópa á facebook síðu Útilífsskóla Kópa eða senda póst á Útilífsskólann utilifsskoli@kopar.is Skráning er: https://www.sportabler.com/shop/kopar
Félagsútilega Kópa
- 13. mars 2022 Nú er félagsútilega þessa vetrar að bresta á. Förinni er heitið austur á Úlfljótsvatni þar sem ætlunin er að skemmta sér saman í góðra vina hópi.Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu karkkarnir taka þátt í póstaleik, næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum verja helginni að stórum hluta úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er, einnig er gott að pakka með skátanum svo hann viti hvar eigi að leita í töskunni þegar hann er mættur í útileguna :) Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Úlfljótsvatni.Þátttökugjald er 10.000 krónur. Greitt er fyrir útileguna inn á sportabler, ef að þið eruð í vandræðum með skráningu getið þið sent póst á kopar@kopar.is Við hlökkum til að sjá sem flesta og að eiga góða helgi saman!Ef spurningar vakna, endilega sendið okkur línu á kopar@kopar.is Skátakveðja,Mótstjórn Félagsútilegunnar
Aðalfundur Kópa
Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar í skátaheimilinu okkar, Bakka, kl. 20:00.Við hvetjum alla Kópa 14 ára og eldri, foreldra skáta í Kópum og aðra sem hafa rétt til setu á fundum til að taka þátt. Dagskrá aðalfundar1. Skýrsla stjórnar2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar3. Lagabreytingar4. Kosningar5. Önnur mál Kjósa þarf 3 sæti í stjórn, félagsforingja, ritara og meðstjórnanda. Framboð til stjórnar þarf að hafa borist uppstillingarnefnd á uppstillingarnefnd@kopar.is viku fyrir aðalfund.Lagabreytingartillögur verða að hafa borist til stjórnar á stjorn@kopar.is 10 dögum fyrir aðalfund, þær lagabreytingatillögur verða kynntar hér á síðunni um leið og þær berast.Lög félagsins má finna hér: http://kopar.is/kopar/log-skatafelagsins/Uppstillingarnefnd skipa:Katrín Kemp StefánsdóttirJónína AðalsteinsdóttirPáll Kristinn StefánssonÓskar H. Níelsson
Læst:
Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða: Lykilorð:
Skátastarfið er að hefjast!!!
Við hefjum fundina eftir skemmtilega sumarfríið okkar. Ef þið hafið spurningar endilega sendið á kopar@kopar.is Annars þá sjáumst við hress og kát!
Ert þú að fá villur?
við erum nú að uppfæra vefsíðu okkar ef einhverjar villur eru hafðu samband við Herstein á hersteinn@kopar.is
Skólastjóri Útilífsskóla Kópa
Skátafélagið Kópar auglýsir eftir skólastjóra Útilífsskóla Kópa sumarið 2021. Í boði er skemmtilegt starf með duglegu starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára. Helstu verkefni skólastjóra eru: Skipulag og utanumhald námskeiðaStofna og fylgjast með skráningumForeldrasamskiptiDagleg stjórnunTilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Góð samskiptahæfniSkipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögðHafa náð 22 ára aldriReynsla á stjórnun er kosturMenntun sem nýtist í starfi er æskilegReynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is. Umsóknarfrestur er til 26. mars 2021. Frekari upplýsingar veitir Heiða Hrönn Másdóttir, heidahronn@kopar.is
Aðalfundur 2020
Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn mánudaginn 17. febrúar í skátaheimilinu okkar, Bakka, klukkan 20. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar3. Lagabreytingar4. Kosningar5. Önnur mál Lagabreytingartillögur verða kynntar hér á síðunni um leið og þær berast. Kjósa þarf 4 sæti í stjórn, félagsforingja, ritara, meðstjórnanda og 2 meðstjórnanda, annar til 2 ára og hinn til 1 árs Framboð verða kynnt á FB síðu viðburðarnirs hér: https://www.facebook.com/events/526831821515759/ Lög félagsins má finna hér: http://kopar.is/kopar/log-skatafelagsins/ Framboð og lagabreytingartillögur berist á uppstillingarnefnd@kopar.is. Uppstillingarnefnd skipa:Brynjar BragasonKatrín Kemp StefánsdóttirJónína Aðalsteinsdóttir