Skátafélagið Kópar auglýsir eftir skólastjóra Útilífsskóla Kópa sumarið 2021.
Í boði er skemmtilegt starf með duglegu starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára. 

Helstu verkefni skólastjóra eru:

 • Skipulag og utanumhald námskeiða
 • Stofna og fylgjast með skráningum
 • Foreldrasamskipti
 • Dagleg stjórnun
 • Tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Hafa náð 22 ára aldri
 • Reynsla á stjórnun er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is. Umsóknarfrestur er til 26. mars 2021.

Frekari upplýsingar veitir Heiða Hrönn Másdóttir, heidahronn@kopar.is