­

About Brynjar Bragason

This author has not yet filled in any details.
So far Brynjar Bragason has created 10 blog entries.

Útilífsskóli Kópa 2020

Líkt og síðastliðin ár er Skátafélagið Kópar með útilífsnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í sumar. Námskeiðin eru stútfull af ævintýrum og skemmtilegum vettvangsferðum. Í sumar höfum við til dæmis farið í fjöruferð, Guðmundarlund, grasagarðinn í Reykjavík og Hljómskálagarð. Í hverri viku förum við einnig að klifra í Öskjuhlíð, í vatnsstríð og leikum okkur í stórskemmtilega læknum við skátaheimilið. Útilífsnámskeiðin eru frá 9-16 alla virka daga og kosta aðeins 15.000 krónur. Öll námskeiðin hingað til hafa verið yfirfull og næstu námskeið eru hratt að fyllast. Því er um að gera, ef þið þekkið barn á aldrinum 8-12 ára sem þyrstir í ævintýri og öðruvísi upplifanir með fjörugum hópi barna og leiðbeinanda, að að drífa sig inn á https://sportabler.com/shop/kopar og skrá ykkar bar

Upplýsingabréf vegna skátastarfs og Covid-19

Kæru skátar, foreldar og forráðamenn Nú eru málin aðeins að skýrast í þessu ástandi sem við erum í hér á Íslandi. Nú um hádegi gáfu almannavarnir, mennta- og menningamálaráðherra og heilbrigðisráðherra út að þeir hópar sem eru aðskildir í skólastarfi skuli vera aðskildir utan skóla líka og þar af leiðandi í skátastarfi einnig og óski eftir að öllu íþrótta- og æskulýðsstarf verið frestað á meðan þessir tímar ganga yfir. Stjórn Skátafélagsins Kópa hefur því ákveðið að fresta skátastarfi um óákveðin tíma. Við munum vera í samband þegar við sjáum fyrir endann á þessu og skátafundir geta hafist að nýju. Nú er tími fyrir nýjar leiðir og hvetjum við ykkur öll til að taka þátt í #stuðkví  https://skatarnir.is/studkvi/ á vegum Bandalags Íslenskra skáta. Endilega merkið Skátafélagið Kópa (#skfkopar) inn ef þið eruð að deila efninu á samfélagsmiðlum. Við munum deila verkefnum á hverjum degi á Facebook og Instagram síður skátafélagsins. Eining geta skátarnir haldið rafræna skátafundi með aðstoð tækninnar og hvetjum við ykkur til þess á öllum aldri. Ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið þær á kopar@kopar.is eða stjorn@kopar.is Fh. Stjórnar Skátafélagsins Kópa Heiða Hrönn Másdóttir Félagsforingi

Fundir falla niður 16.-19. Mars

Skátastarf næstu vikuna vegna Covid-19 Sæl öll  Eins og allir í samfélaginu stendur Skátafélagið Kópar frammi fyrir áskorun sem við vitum ekki alveg hvernig við eigum að takast á við. Á næstunni vonumst við til að fá leiðbeiningar frá bæjarfélaginu hvernig skal hátta tómstundastarfi. Á meðan við erum að átta okkur á þessari áskorun þá hefur stjórn Skátafélagsins Kópa tekið þá ákvörðun að fella við alla fundi skátafélagsins næstu vikuna þ.e. frá 16.-22.mars. Næstu helgi munum við síðan taka stöðuna aftur og taka ákvörðun um framhaldið eftir aðstæðum þá. Skátar, foreldra og forráðamenn munu verða upplýstir í framhaldinu. Þessi ákvörðun er tekin út frá því að sumir af okkar sjálfboðaliðum eru nátengd fólki í áhættuhóp og að við viljum ekki leggja það á samvisku sjálfboðaliðanna að jafnvel smita börnin í starfi, þar sem að jú sjálfboðaliðarnir okkar eru út um allt í samfélaginu og umgengs fólk allstaðar að.  Reyndir skátaforingjar eru þessa dagana að bregðast við þessum nýju aðstæðum og setja saman safn að skemmtilegum skátaverkefnum sem geta stytt skátum stundina á meðan að skátastarfið liggur niðri. Við munum dreifa þessum verkefnum á facebook síðu Skátafélagsins Kópa. Við vonum að þið hafið skilning á þessum aðstæðum okkar og að þið farið vel með hvort annað þangað til við getum hist aftur að nýju.  Ef það eru einhverjar spurningar sendið á kopar@kopar.is  Skátakveðja,  Stjórn skátafélagsins Kópa

Aðalfundur 2020

Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn mánudaginn 17. febrúar í skátaheimilinu okkar, Bakka, klukkan 20. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar3. Lagabreytingar4. Kosningar5. Önnur mál Lagabreytingartillögur verða kynntar hér á síðunni um leið og þær berast. Kjósa þarf 4 sæti í stjórn, félagsforingja, ritara, meðstjórnanda og 2 meðstjórnanda, annar til 2 ára og hinn til 1 árs Framboð verða kynnt á FB síðu viðburðarnirs hér: https://www.facebook.com/events/526831821515759/ Lög félagsins má finna hér: http://kopar.is/kopar/log-skatafelagsins/ Framboð og lagabreytingartillögur berist á uppstillingarnefnd@kopar.is. Uppstillingarnefnd skipa:Brynjar BragasonKatrín Kemp StefánsdóttirJónína Aðalsteinsdóttir

Starfsbyrjun haust 2019

Nú styttist óðum í starfið okkar en það byrjar 2. september 😊Skráning hefst 23. ágúst inná https://skatar.felog.is/ en við munum auglýsa fundartíma fljótlega. Drekaskátar (8-9 ára) og Fálkaskátar (10-12 ára) verða með aðeins öðruvisi sniði en venjulega en við ætlum að hafa blandaðar sveitir s.s stelpur og strákar saman í sveit. Það verður skemmtilegt að prófa en mörg skátafelög hafa prófað þetta og gengið mjög vel 😊 Hlökkum til að sjá ykkur í september 😁

Sumar Gilwell

Fjórir Kópar hafa byrjað á Gilwell vegferðinni sinni með því að klára Sumar Gilwell síðustu helgi. Einnig fékk einn Kópur þriðju perluna á Gilwell festina sína.

Skyndihjálparnámskeið

Bandalag Íslenskra Skáta stóð fyrir öflugt 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeiði síðustu helgi og auðvitað mættu margir foringjar úr Kópum á það námskeið. Hérna má sjá mynd af hópnum sem kláraði námskeiðið.

Félagasútilega 2019

Félagsútilega Kópa 1. – 3. febrúar 2019 Kæru foreldrar/forráðamenn Núna styttist óðum í félagsútilegu. Útilegan fer fram á Úlfljótsvatni og ætlum við að skemmta okkur saman í góðra vina hópi. Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld í skátaheimilið okkar að Digranesvegi 79. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er kl. 15:00 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Reyni bakara á Dalveginum. Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu krakkarnir taka þátt í póstaleik og næturleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er. Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Úlfljótsvatni. Þátttökugjald kemur síðar og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is í vikunni og þarf að nota íslykil/rafrænu auðkenni. Boðið er upp á að skipta greiðslum í tvennt. Forsenda fyrir skráningu í útileguna er að vera búin/n að skrá sig í félagið. Skráning í félagið fer einnig fram á skatar.felog.is Öll óþol, ofnæmi, greiningar, lyf o.s.frv. verða að vera skráð í athugasemdir þegar barnið er skráð. Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða haft samband á opnunartíma skrifstofunnar. Skrifstofan er opin mánudaga – miðvikudaga frá 16:30 – 20:00. Síminn í skátaheimilinu er 554-4611. Útbúnaðarlista má finna hér Skátakveðja, Skátaforingjar Kópa

Jólakvöldvaka – 14. desember

Útilífsskóli Kópa 2016

Þá höfum við opnað fyrir skráningu í Útilífsskóla Kópa sumarið 2016. Skemmtileg námskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 8-12 ára! Námskeiðin verða 8 þetta sumarið: Námskeið 1: 13. - 16. júní *fjórir dagar vegna 17. júní. Námskeið 2: 20. - 24. júní Námskeið 3: 27. júní - 1. júlí Námskeið 4: 4. - 8. júlí Námskeið 5: 11. - 15. júlí Námskeið 6: 2. - 5. ágúst *fjórir dagar vegna frídags verslunarmanna Námskeið 7: 8. - 12. ágúst Námskeið 8: 15. - 19. ágúst Skráning fer fram hér: Skráning í Útilífsskóla Kópa Hlökkum til að sjá ykkur í sumar !