Líkt og síðastliðin ár er Skátafélagið Kópar með útilífsnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í sumar.

Námskeiðin eru stútfull af ævintýrum og skemmtilegum vettvangsferðum. Í sumar höfum við til dæmis farið í fjöruferð, Guðmundarlund, grasagarðinn í Reykjavík og Hljómskálagarð. Í hverri viku förum við einnig að klifra í Öskjuhlíð, í vatnsstríð og leikum okkur í stórskemmtilega læknum við skátaheimilið.

Útilífsnámskeiðin eru frá 9-16 alla virka daga og kosta aðeins 15.000 krónur. Öll námskeiðin hingað til hafa verið yfirfull og næstu námskeið eru hratt að fyllast.

Því er um að gera, ef þið þekkið barn á aldrinum 8-12 ára sem þyrstir í ævintýri og öðruvísi upplifanir með fjörugum hópi barna og leiðbeinanda, að að drífa sig inn á https://sportabler.com/shop/kopar og skrá ykkar bar