­

Útilífsskóli Kópa 2023

Sumardagurinn fyrsti með Kópum!

Nú styttis í sumardaginn fyrsta og Kópar ætla að bjóða öllum Kópum og fjölskyldum þeirra í skátaheimilið okkar í opið hús milli 14:00-17:00! 🌞 Við ætlum að skella okkur í ratleik í dalnum og gæða okkur á heitu kakói og vöfflum.Við munum einnig afhenda Heiðursmerki til sjálfboðaliða. Komið klædd eftir veðri því við verðum eitthvað úti 🌳🌳🌳 Vonumst til að sjá sem flesta og tekið skal fram að börn verða að vera í fylgd foreldra eða annarra sem bera á þeim ábyrgð. :D

Skópar ganga í kringum Hvaleyrarvatn! Göngufélag Kópa sem heitir Skópar ætla að bjóða í létta göngu í kringum Hvaleyrarvatn í Hafnafirðinum!Gangan er fyrir alla sem vilja Við munum hittast kl. 11:00 á bílastæðinu sem merkt er inn á kortið en gangan mun byrja og enda þar.Gott er að koma með bolla því Í lok göngunnar munum við fá okkur heitt kakó og kleinur.Tekið skal fram að börn verða að vera í fylgd foreldra eða annarra sem bera á þeim ábyrgð.Ef þið komið með hundinn ykkar verður hann að vera í ól.

Útilífskóli Kópa 2022

Skráning í Útilífsskólan hefst miðvikudaginn 27. apríl! Við mælum með námskeiðunum fyrir alla hressa krakka sem langar að prófa eitthvað nýtt í sumar Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann og er haldið í skátaheimili Kópa við Digranesveg 79. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Námskeiðin eru fjölbreytt og reynt eftir fremsta megni að hafa ólíka dagskrá í hverri viku. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2010 – 2014. Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á gæslu á milli 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 sem greiða þarf aukalega fyrir. Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana, eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag stútfullan af ævintýrum. Námskeið 1. 13. - 16.júní - 4 daga námskeið Námskeið 2. 20. - 24. júní Námskeið 3. 27.júní - 1.júlí Námskeið 4. 4. - 8.júlí Námskeið 5. 11. - 15.júlí Námskeið 6. 2. - 5. ágúst - 4 daga námskeið Námskeið 7. 8. - 12.ágúst Námskeið 8. 15. - 19. ágúst Námskeiðsgjald er 17.000 kr. en 14.500 kr. fyrir 4 daga viku. Gjald fyrir gæslu er 4.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skátafélagsins Kópa á facebook síðu Útilífsskóla Kópa eða senda póst á Útilífsskólann utilifsskoli@kopar.is Skráning er: https://www.sportabler.com/shop/kopar

Skátastarfið er að hefjast!!!

Við hefjum fundina eftir skemmtilega sumarfríið okkar. Ef þið hafið spurningar endilega sendið á kopar@kopar.is Annars þá sjáumst við hress og kát!

Skólastjóri Útilífsskóla Kópa

Skátafélagið Kópar auglýsir eftir skólastjóra Útilífsskóla Kópa sumarið 2021. Í boði er skemmtilegt starf með duglegu starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára.  Helstu verkefni skólastjóra eru: Skipulag og utanumhald námskeiðaStofna og fylgjast með skráningumForeldrasamskiptiDagleg stjórnunTilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Góð samskiptahæfniSkipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögðHafa náð 22 ára aldriReynsla á stjórnun er kosturMenntun sem nýtist í starfi er æskilegReynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is. Umsóknarfrestur er til 26. mars 2021. Frekari upplýsingar veitir Heiða Hrönn Másdóttir, heidahronn@kopar.is

Skólastjóri Útilífsskóla Kópa

Skópar fara á Móskarðshnjúka

Gönguhópurinn Skópar hefur göngu sína á ný 19. september kl. 11:00 og ætlum við að ganga á Móskarðshnjúka. Gangan er ætluð öllum Kópum og fjölskyldum þeirra. Boðið verður upp á nokkur erfiðleika stig og alltaf í boði að snúa til baka, svo gangan er fyrir alla. Munið að koma klædd eftir veðri og með nesti og góða skapið í bakpoka :) Hér eru nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/652304712056314?active_tab=about