Göngufélag Kópa sem heitir Skópar ætla að bjóða í létta göngu í kringum Hvaleyrarvatn í Hafnafirðinum!
Gangan er fyrir alla sem vilja
Við munum hittast kl. 11:00 á bílastæðinu sem merkt er inn á kortið en gangan mun byrja og enda þar.
Gott er að koma með bolla því Í lok göngunnar munum við fá okkur heitt kakó og kleinur.
Tekið skal fram að börn verða að vera í fylgd foreldra eða annarra sem bera á þeim ábyrgð.
Ef þið komið með hundinn ykkar verður hann að vera í ól.