­

About Ásdís

This author has not yet filled in any details.
So far Ásdís has created 10 blog entries.

Útilífskóli Kópa

Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann sem haldið er í skátaheimili Kópa við Digranesveg 79. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Námskeiðin eru fjölbreytt og reynt eftir fremsta megni að hafa ólíka dagskrá í hverri viku. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2009 – 2013. Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á gæslu á milli 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 sem greiða þarf aukalega fyrir. Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana, eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag stútfullan af ævintýrum. Námskeiðsvikur: Námskeið 1. 14. – 18. júní (4 dagar v/17. júní) Námskeið 2. 21. – 25. júní Námskeið 3. 28. júní – 02. júlí Námskeið 4. 05. – 09. júlí Námskeið 5. 12. – 16. júlí Námskeið 6. 03. – 06. ágúst (4 dagar v/frídags verslunarmanna) Námskeið 7. 09. – 13. ágúst Námskeið 8. 16. – 20. ágúst Námskeiðsgjald er 16.000 kr. en 13.500 kr. fyrir 4 daga viku. Gjald fyrir gæslu er 3.000 kr. Umsjónarmaður námskeiðanna er Katrín Kemp Stefánsdóttir. Hægt er að senda tölvupóst á utilifsskoli@kopar.is eða hringja í Skátafélagið Kópa í síma 554-4611 á opnunartíma. Skráning hefst á Sumardaginn fyrsta 22. apríl og fer fram HÉR 

Aðalfundur Kópa

Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn mánudaginn 22. Febrúar á netinu vegna samkomutakmarkanna, fundurinn verður klukkan 20:00 hlekkur á fundin mun berast síðar. Stjórn hvetur alla Kópa 14 ára og eldri, foreldra skáta í Kópum og aðra sem hafa rétt til setu á fundum til að taka þátt. Dagskrá aðalfundar 1. Skýrsla stjórnar 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar 3. Lagabreytingar 4. Kosningar 5. Önnur mál Lagabreytingartillögur verða að hafa borist til stjórnar á stjorn@kopar.is 10 dögum fyrir aðalfund, þær lagabreytingatillögur verða kynntar hér á síðunni um leið og þær berast. Kjósa þarf 5 sæti í stjórn, aðstoðarfélagsforingja, gjaldkera, fulltrúi yngir kynnslóðarinnar, ritara og einn með stjórnanda. Framboð til stjórnar þarf að hafa borist uppstillingarnefnd á uppstillingarnefnd@kopar.is viku fyrir aðalfund. Lög félagsins má finna hér: http://kopar.is/kopar/log-skatafelagsins/ Uppstillingarnefns 2021 skipa: Heiða Hrönn Másdóttir Hreiðar Oddsson

Fyrsta fundarvikan á nýju ári!

Skátastarf er hafið á ný og hlökkum við mikið til að starfa með ykkur árið 2021 :D Minnum að nauðsynlegt er að koma með útiföt á skátafundi þar sem við verjum miklum tíma okkar úti í náttúrunni!

Ath!

Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið á kopar@kopar.is eða á Sportabler. Minnum einnig á að fylgja okkur á Facebook https://www.facebook.com/skfkopar og á Instagram https://www.instagram.com/skfkopar/

Fundir falla niður til og með 17. nóvember

Vegna tilmæla sóttvarna falla skátafundir niður til og með 17. nóvember. Staðan verður metin á ný þegar ný tilmæli verða gefin út. Við munum gefa út allskonar verkefni bæði á facebooksíðu okkar https://www.facebook.com/skfkopar og á instagramsíðunni https://www.instagram.com/skfkopar/Einnig eru ýmiss verkefni hér https://skatarnir.is/studkvi/. Rafrænt knús til ykkar allra! Skátakveðja, Kópar

Starfið

Sæl öll, Eins og öllum er kunnugt erum við að standa aftur frammi fyrir skrítnum tímum, hertar takmarkanir og fjölgun smita í samfélaginu. Skátafélagið Kópar þurfti að aflýsa öllum skátafundum síðustu vikur, þar sem staðan hefur lítið breyst í samfélaginu munum við aflýsa öllum komandi skátafundum þar til við vitum betur stöðuna. Við fylgjumst vel með þeim tilmælum sem koma fram þangað til. Við munum senda út verkefni sem hægt er að gera heima við, svo endilega fylgist vel með okkur á facebook https://www.facebook.com/skfkopar og á instagram https://www.instagram.com/skfkopar/ En þar munum við koma með ýmsar hugmyndir að verkefnum. Ef einhverjar spurningar vakna, ef þið eruð með skemmtilegar lausnir á skátafundum eða einfaldlega viljið spjalla þá er ekkert mál að senda á okkur, hvort sem það er í gegnum tölvupóst, facebook, instagram eða sportabler  :)

Skátastarf á tímum Covid-19

Sæl öll, Eins og öllum er kunnugt erum við að standa aftur frammi fyrir skrítnum tímum, hertar takmarkanir og fjölgun smita í samfélaginu. Skátafélagið Kópar þurfti að aflýsa öllum skátafundum í síðustu viku, þar sem staðan hefur lítið breyst í samfélaginu munum við aflýsa öllum skátafundum komandi viku 12. - 18. október. Við tökum svo stöðuna aftur þá og fylgjumst vel með þeim tilmælum sem koma fram þangað til.  Við munum senda út verkefni sem hægt er að gera heima við, svo endilega fylgist vel með okkur á facebook https://www.facebook.com/skfkopar og á instagram https://www.instagram.com/skfkopar/ En þar munum við koma með ýmsar hugmyndir að verkefnum.  Einnig eru skemmtilegit netviðburðir á vegum Bandalagsins og annarra. Eins og Fjölskyldukakókviss  þann 15. október kl 17:00 og JOTA/JOTI 16.-18. októberEn við munum auglýsa þessa viðburði inni á Facebook og Sportabler.  Ef einhverjar spurningar vakna, ef þið eruð með skemmtilegar lausnir á skátafundum eða einfaldlega viljið spjalla þá er ekkert mál að senda á okkur, hvort sem það er í gegnum tölvupóst, facebook, instagram eða sportabler :D 

Skátastarf og Covid-19

Sæl öll, Eins og öllum er kunnugt erum við að standa aftur frammi fyrir skrítnum tímum, hertar takmarkanir og fjölgun smita í samfélaginu. Samkvæmt takmörkunum þá eru ekki neinar takmarkanir á starfi barna fædd 2005 og seinna ef fjöldinn er undir 30 manns. Þar sem það hefur verið svolítið um smit í grunnskólum í Kópavogi upp á síðkastið og við höfum ekki fundið lausn til að geta haldið okkar starfi áfram undir þessum takmörkunum höfum við í Skátafélaginu Kópum ákveðið að aflýsa öllum fundum næst komandi viku 5. - 8. október 2020. Þannig við getum áttað okkur almennilega á stöðunni og tekið ákvörðun um framhaldið í kjölfarið. Þessi ákvörðun er einnig tekin út frá því að sumir af okkar sjálfboðaliðum eru nátengd fólki í áhættuhóp og að við viljum ekki leggja það á samvisku sjálfboðaliðanna að jafnvel smita börnin í starfi, þar sem að jú sjálfboðaliðarnir okkar eru út um allt í samfélaginu og umgengst fólk allstaðar að. Við vonum að þið hafið skilning á þessum aðstæðum okkar og að þið farið vel með hvort annað þangað til við getum hist aftur að nýju. Ef það eru einhverjar spurningar sendið á kopar@kopar.is Minnum einnig á STUÐKVÍ verkefnin sem hægt er að nálgast hér: https://skatarnir.is/studkvi/ 

Skópar fara á Móskarðshnjúka

Gönguhópurinn Skópar hefur göngu sína á ný 19. september kl. 11:00 og ætlum við að ganga á Móskarðshnjúka. Gangan er ætluð öllum Kópum og fjölskyldum þeirra. Boðið verður upp á nokkur erfiðleika stig og alltaf í boði að snúa til baka, svo gangan er fyrir alla. Munið að koma klædd eftir veðri og með nesti og góða skapið í bakpoka :) Hér eru nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/652304712056314?active_tab=about

Fundartímar og skráning 2020 – 2021

Nú styttist óðum í starfið okkar en það byrjar 31. ágúst.Hér eru fundartímarnir en hver sveit fundar vikulega. Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/kopar Drekaskátar (2011 - 2012)Hattífattar: Mánudagar kl. 17:00 - 18:30Snabbar: Þriðjudagar kl. 17:00 - 18:30 Fálkaskátar (2008 - 2010)Furðufuglar: Þriðjudagar kl. 18:00 - 19:30Ránfuglar: Miðvikudagar kl. 18:00 - 19:30 Dróttskátar (2005 - 2007)Andrómeda - Fimmtudagar kl. 20:00 - 22:00 Rekkaskátarnir (2002 - 2004) Fundartími er óákveðinnEf þið hafið áhuga endilega sendið á kopar@kopar