Vormót Hraunbúa
Helgina 10.-12. júní ætla fálkaskátarnir í Kópum að skella sér á vormót Hraunbúa í Kýsuvík. Að þessu sinni er þema mótsins „Tími fyrir ævintýri“ og má búast við miklu fjöri alla helgina. Mótið er byggt upp á virkri þátttöku skátaflokkanna og verður ýmis dagskrá í boði. Á laugardagskvöldi verður kvöldvaka og eru allir velkomnir. Á mótinu eru einnig starfræktar fjölskyldubúðir sem hafa verið vinsælar í gegnum tíðina. Þangað eru allir velkomnir, eldri skátar, fjölskyldur skáta og aðrir sem vilja upplifa skátaævintýrið á eigin skinni. Verð: Mótsgjaldið er 4.000 kr. Sameiginlegur kostnaður 1.500 kr Ef að fjölskyldan vill koma með og vera á svæðinu þá eru hraunbúar að bjóða uppá Fjölskyldubúðir: 2.500 kr. per tjald Greitt er fyrir útileguna með millifærslu inn á reikning skátafélagsins og kvittun (nafn barns í skýringu) send á netfangið mot@kopar.is. Leggið inn 5.500 kr Rn. 536 14 751030 Kt. 700371 2719 Skráning fer fram á www.skatar.is/vidburdarskraning Matur er ekki innifalinn í mótsgjaldinu en við ætlum að hafa sameiginlegan kvöldmat fyrir skátana okkar á laugardags kvöldinu og kvöldkaffi bæði kvöldin. Mæting á eigin vegum á mótsvæðið kl 18:00 10. júní og og það þarf að sækja skátana kl 15:30 12. Vegvísun frá Kleifarvatni: Kveðja, Fararstjórn Tengiliður: Valdi-8978818