Skátafélagið Kópar leitar að áræðanlegum einstaklingum til þess að taka að sér störf deildarforingja/starfsmanns fyrir starfsárið 2015 – 2016.

Um er að ræða tvær launaðar stöður.

Helstu verkefni deildarforingja eru:

  • Aðstoða við skipulagningu á starfi skátasveita
  • Sjá um samskipti við foreldra/forráðamenn
  • Leiðbeina foringjum eftir þörfum
  • Sjá um efniskaup fyrir fundi og aðra viðburði
  • Sinna daglegum störfum á skrifstofu
  • Sjá um útleigu á skálum og sal í eigu félagsins
  • Umsjón með viðburðum félagsins
    • Félagsútilegur
    • Sumardagurinn fyrsti
    • og fleiri.
  • Önnur tilfallandi störf sem stjórn fer fram á.

Æskilegt er að hafa reynslu af skátastarfi en ekki nauðsyn.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu sendast á stjorn@kopar.is fyrir 20. júní.

Categories: Fréttir