Aðalfundur Kópa 2017

Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi kl 20:00 í skátaheimili Kópa að Digranesvegi 79.

Dagskrá :
1. Skýrsla stjórnar
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
3. Lagabreytingar
4. Kosningar
5. Önnur mál

Í kjöri eru 4 stöður í stjórn, aðstoðar félagsforingi, gjaldkeri, fulltrúi yngri kynslóðar og meðstjórnandi.

3 núverandi stjórnarmenn hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

Uppstillingarnefnd hefur tekið til starfa og framboð til stjórnar berist á netfangið kopar@kopar.is eigi síðar en 8. febrúar.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins skulu hafa borist til stjórnar félagsins skriflega, 10 dögum fyrir aðalfund.

Kveðja uppstillingarnefnd

Ívar

Kristín

Tryggvi

Valdimar

Categories: Fréttir