Foreldrafélagið Selirnir og skátafélagið Kópar hefur síðustu daga staðið fyrir sölusöfnun.

Skátunum var boðið upp á að selja ýmiskonar varning t.d. kerti, klósett- og eldhúspappír.
Sölusafnanir eru settar upp reglulega til að skátarnir í félaginu getisafnað fyrir skátastarfinu sínu. Þá gildir einu hvort um er að ræða drekaskáta að fara á drekaskátamót í júni, fálkaskáta og eldri á leið á landsmót í júlí nú eða eldri skáta á leið á skátamót erlendis. Einnig geta skátar safnað almennt fyrir skátastarfi sínu, útilegum, búnaði og slíku.

Það er enginn skyldugur að taka þátt en það er öllum velkomið. Hagnaði sölusöfnunar heldur skátinn eftir og greiðir eingöngu raunkostnaðinn til
skátafélagsins.

Við vonum að ykkur hafi gengið vel og minnum á að skila þarf inn pönntunum í kvöld fyrir klukkan 19:00 hérna.

Categories: Fréttir