Þann 2. nóvember næstkomandi mun fara fram í Reykjavík, Fálkaskátadagurinn 2014. Fálkaskátar í Kópum láta sig auðvitað ekki vanta á þennan skemmtilega viðburð.

Munu fálkaskátasveitir úr hinum ýmsu skátafélögum taka þátt og keppa í strætó-ratleik um höfuðborgarsvæðið. Þema leiksins er skátastarf og rekstur þess í Reykjavík síðustu 100 árin eða svo. Kostnaður við að taka þátt í leiknum er enginn og fá skátarnir strætómiða og heitt kakó og kex í skátamiðstöðinni í enda leiksins.

Mæting er kl. 12:30 við Menntaskólann í Reykjavík og mikilvægt að skátinn sé  mættur á réttum tíma, búinn að borða vel, klæddur eftir veðri,  með skátaklút og góða skapið.

Leiknum lýkur kl. 16:00 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 þangað sem börnin verða sótt.

 

Skráning fer fram á viðburðarskráningu skátanna á slóðinniwww.skatar.is/vidburdarskraning og er mikilvægt að skrá sig þar sem allra fyrst, síðastalagi mánudaginn 27.október

Categories: Fréttir