Fálkaskátadagurinn er haldinn árlega og var hann haldinn 6. nóvember síðastliðinn. Skátafélagið Kópar sá um að halda daginn að þessu sinni. Hingað mættu um 70 fálkaskátar frá 7 félögum á höfuðborgarsvæðinu ásamt foringjum þeirra. Allt í allt tóku um 90 manns þátt í deginum.

Farið var í póstaleik í Kópavogsdalnum og að honum loknum var boðið upp á kakó og kex. Dagurinn gekk vonum framar og erum við í Kópum rosalega ánægð.

dsc02059 dsc02064
dsc02058dsc02061