Jæja þá er komið að félagsútilegu fyrir fálkaskáta og eldri í skátafélaginu.

Hér að neðan kemur foreldrabréf og útbúnaðarlisti sem sendur var á foreldra alla fálkaskáta og eldri sem skráðir eru í félagið.

 

Félagsútilega Kópa

 1. mars – 2. apríl 2017


Kæru foreldrar/forráðamenn

Núna styttist óðum í félagsútilegu. Útilegan fer fram í Vindáshlíð og ætlum við að skemmta okkur saman góðra vina hópi.
Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er kl 16:00 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Reyni bakara á Dalveginum.

Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu krakkarnir taka þátt í póstaleik, næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er.
Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Vindáshlíð.

Þátttökugjald er 8.900 krónur og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is og þarf að nota íslykil. Boðið er upp á að skipta greiðslum í tvennt.

Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða haft samband á opnunartíma skrifstofunnar. Skrifstofan er opin mánudaga – fimmtudaga frá 17:00 – 19:00. Síminn í skátaheimilinu 554-4611.

Skátakveðja,
Skátaforingjar Kópa
———————————————————————————————————————

Leyfisbréf félagsútilegu                                                                                                       Skilað við brottför

Nafn skáta: ______________________________

Undirritaður forráðamaður veitir ofangreindum skáta leyfi til þess að fara í félagsútilegu Kópa 2015

_________________________________________
Undirskrift forráðamanns

 

Útbúnaðarlisti fyrir félagsútilegu

Fatnaður

 • Skátabúningur*
 • Peysur (helst flís)
 • Buxur (ekki gallabuxur)
 • Bolir
 • Nærföt
 • Sokkar
 • Ullarsokkar (hlýjir sokkar)
 • Termoföt/ullarföt (bolur og buxur)
 • Hlýjar buxur (flís)
 • Hlýja peysu (flís)
 • Vatnsheld utanyfir föt (gore-tex)
 • Húfa, vettlingar og trefill

Annað

 • Svefnpoki
 • Gönguskór/stígvél

 Snyrtidót

 • Tannbursti
 • Tannkrem
 • Hárbursti
 • Þvottapoki
 • Sápa

Gott að hafa

 • Inniskór
 • Vasaljós

Það sem á að skilja eftir heima

 • GSM sími
 • Sælgæti
 • Gos- og orkudrykkir
 • iPod, geislaspilari
 • Tölvuleikir

 

 

ATH
Við biðjum foreldra og forráðamenn um að virða þá ósk skátaforingja að símar séu skildir eftir heima. Hægt er að ná í okkur í síma 775 4611 meðan á útilegunni stendur. Þetta er gert til þess að öll samskipti fari rétta leið.

Munum að hafa almenna skynsemi að leiðarljósi þegar við pakkað er niður. Best er að yngstu skátarnir og foreldrar hjálpist að við pökkunina, þá veit skátinn hvar hlutirnir eru og lærir að pakka í leiðinni. Stundum getur verið ráð að flokka fötin í glæra plastpoka svo fötin fari ekki út um allt og auðvelt sé að sjá hvað er í hverjum poka. Þannig blotna fötin heldur ekki ef taskan blotnar. Hafið í huga að skátinn þarf að geta borið allan sinn farangur sjálfur. 

 

 

 

 

Categories: Fréttir