Nú er heldur betur að styttast í félagsútileguna okkar fyrir fálkaskáta og eldri í Kópum. Opið er fyrir skráningu á skatar.felog.is og gengur hún vel. Ekki hika við að hafa samband vakni einhverjar spurningar um útileguna eða skráningu.

Hér fyrir neðan koma helstu upplýsingar sem sendar hafa verið á foreldra.

 

Kæru foreldrar/forráðamenn
Núna styttist óðum í félagsútilegu. Útilegan fer fram í Vindáshlíð og ætlum við að skemmta okkur
saman í góðra vina hópi.
Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er
mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um
kvöldið. Áætluð heimkoma er kl 16:00 á sunnudeginum og stoppar rútan á bílastæðinu hjá Reyni
bakara á Dalveginum.
Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu krakkarnir taka þátt í póstaleik,
næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og er því
mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar
pakkað er.
Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Vindáshlíð.
Þátttökugjald er 8.900 krónur og fer skráningin fram inn á skatar.felog.is og þarf að nota íslykil. Boðið
er upp á að skipta greiðslum í tvennt. Forsenda fyrir skráningu í útileguna er að vera búin/n að skrá
sig í félagið. Skráning í félagið fer einnig fram á skatar.felog.is
Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent okkur tölvupóst á kopar@kopar.is eða haft samband
á opnunartíma skrifstofunnar. Skrifstofan er opin mánudaga – miðvikudaga frá 16:30 – 20:00. Síminn
í skátaheimilinu er 554-4611.
Skátakveðja,
Skátaforingjar Kópa