Félagsútilega Kópa verður haldin helgina 10. – 12. október næstkomandi. Förinni er að þessu sinni heitið í Vindáshlíð þar sem ætlunin er að skemmta sér saman í góðra vina hópi. Þema útilegunnar er sirkus og er ætluð fálkaskátum og eldri.

Kostnaður við ferðina er 7.000 krónur fyrir þá sem eru búnir að greiða félagsgjöld,9.000 krónur fyrir þá sem ekki hafa greitt félagsgjöld.

Mikilvægt er að þeir sem ætla í ferðina skrái sig á www.skatar.is/vidburdarskraning. Greiða þarf 2.000 króna staðfestingargjald og senda kvittun á hreidar@kopar.is ekki seinna en  6. október. Restina af gjaldinu greiðist í síðasta lagi við brottför.
Staðfestingargjald og/eða fullt gjald er hægt að millifæra inn á reikning 536-14-751030. Kt 700371-2719. Setja nafn barns í tilvísun og senda kvittun á hreidar@kopar.is. Athugið að aðeins er hægt að greiða með peningum á skrifstofu skátafélagsins.

Mæting er í skátaheimilið kl. 19:00 föstudaginn 10. október og verða þá allir að vera búnir að borða kvöldmat.  Áætluð heimkoma er kl. 15:00 sunnudaginn 12. október.

Sjáumst hress og kát í félagsútilegu!

Categories: Fréttir