Kæru foreldrar/ forráðamennskátafélagið kópar


Nú er fyrsta félagsútilega þessa vetrar (fyrir fálkaskáta og uppúr) að bresta á. Að þessu sinni tökum við stefnuna á Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og ætlum við að verja helginni þar í góðra vina hópi, að skátasið.
Mæting er kl 19:00 á föstudagskvöld. Við stefnum að brottför frá skátaheimilinu stuttu eftir það og er mikilvægt að börnin komi södd og sæl því það verður einungis boðið upp á kvöldkaffi seinna um kvöldið. Áætluð heimkoma er  kl 16:00 á sunnudeginum.

Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu skátarnir  taka þátt í póstaleik, næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum eyða helginni að stórum hluta úti og því er  mikilvægt að koma með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar.
Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Úlfljótsvatni.

Þátttökugjald er 8000 krónur fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld, en 10.000 krónur fyrir þá sem ekki hafa greitt félagsgjöldin.

Greitt er fyrir útileguna með millifærslu inn á reikning skátafélagsins og kvittun (nafn barns í skýringu) send á netfangið utilega@kopar.is.
Rn. 536 14 751030
Kt. 700371 2719
Hægt að greiða með reiðufé á skrifstofu skátafélagsins.
Greiða þarf staðfestingagjald 2000 kr fyrir 5. okt og eftirstöðvar eigi síðar en á brottfarardegi.

Skráning á viðburðinn fer fram með því að senda póst á utilega@kopar.is
Í póstinum þarf að koma fram eftirfarandi: Nafn skáta og kennitala, nafn foreldris/forráðamanns og

Nauðsynlegt er að taka fram i póstinum ef skátinn hefur sérþarfir svo sem,  fæðuofnæmi eða annað sem foreldri telur þörf á.

Mikilvægt er að skátinn hafi skráð sig í skátafélagið á frístundagátt Kópavogsbæjar fyrir útileguna.

Við hlökkum til að sjá sem flesta og að eiga góða helgi saman!
Ef spurningar vakna, endilega sendið okkur línu á kopar@kopar.is eða hringið á skrifstofu skátafélagsins í síma 554-4611 milli kl. 17.00 – 19.30 virka daga.
Skátakveðja,
Hákon Þór og Anna Marta

Categories: Fréttir